Spænski landsliðsmaðurinn Andres Iniesta hjá Barcelona segist ekki ætla að láta meiðsli á læri aftra sér frá því að spila úrslitaleikinn í meistaradeild evrópu í lok mánaðarins.
Iniesta meiddist í leik Barcelona um helgina og í morgun var því slegið upp að líklega myndi hann missa af draumaleiknum í Róm. Hann ber þessar fréttir á bak aftur.
"Þetta var ekki eins slæmt og talið var í fyrstu. Tilhlökkunin um að spila úrslitaleikinn mun flýta fyrir batanum," sagði Iniesta.