Vilja setja Kaupmannahöfn undir stjórn skilanefndar 30. júlí 2009 09:20 Meirihluti er nú fyrir því á danska þinginu að setja höfuðborg landsins, Kaupmannahöfn, undir sérstaka stjórn skilanefndar. Yrði nefndin annað hvort á vegum innanríkisráðuneytisins eða samtaka sveitarfélaga í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni e24.no. Fjármál borgarinnar eru í miklum ólestri og er nú svo komið að sum svið hennar geta ekki lengur borgað reikninga sína. Raunar hefur tækni- og umhverfissvið borgarinnar ekki borgað reikninga sína svo mánuðum skiptir. Svipaða sögu er að segja af barna- og unglingasviðinu en þar hefur viðvarandi halli á rekstrinum valdið miklum vandræðum. „Þetta veldur okkur miklum áhyggjum og það er algjörlega óásættanlegt að tækni- og umhverfissvið borgarinnar geti ekki einu sinni borgað reikninga sína," segir Rasmus Prehn talsmaður Jafnaðarmannaflokksins. Dansk Folkeparti hefur lagt fram kröfu um að vandamálið verði tafarlaust leyst. „Þetta sýnir að borgin hefur þörf á aðstoð," segir Kristian Skibby talsmaður flokksins. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Meirihluti er nú fyrir því á danska þinginu að setja höfuðborg landsins, Kaupmannahöfn, undir sérstaka stjórn skilanefndar. Yrði nefndin annað hvort á vegum innanríkisráðuneytisins eða samtaka sveitarfélaga í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni e24.no. Fjármál borgarinnar eru í miklum ólestri og er nú svo komið að sum svið hennar geta ekki lengur borgað reikninga sína. Raunar hefur tækni- og umhverfissvið borgarinnar ekki borgað reikninga sína svo mánuðum skiptir. Svipaða sögu er að segja af barna- og unglingasviðinu en þar hefur viðvarandi halli á rekstrinum valdið miklum vandræðum. „Þetta veldur okkur miklum áhyggjum og það er algjörlega óásættanlegt að tækni- og umhverfissvið borgarinnar geti ekki einu sinni borgað reikninga sína," segir Rasmus Prehn talsmaður Jafnaðarmannaflokksins. Dansk Folkeparti hefur lagt fram kröfu um að vandamálið verði tafarlaust leyst. „Þetta sýnir að borgin hefur þörf á aðstoð," segir Kristian Skibby talsmaður flokksins.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira