Ekki leitað til sérfræðinga í skattaskjólum Guðjón Helgason skrifar 22. mars 2009 18:45 Höfuðstöðvum Europol í Haag í Hollandi. MYND/ENEX Íslensk yfirvöld hafa ekki nýtt sér aðgang að sérfræðingum í fjármagnsflutningum, skattaskjólum og peningaþvætti þótt þeim hafi staðið það til boða síðan í september. Engin mál tengd bankahruninu eru komin á það stig segir saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Europol er löggæslustofnun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar eru öll 27 ríki ESB auk 24 annarra. Þar á meðal er Ísland sem opnaði skrifstofu þar 2007. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, er tengiliður þar. Hjá Europol starfa sérfræðingar í að rekja fjármuni - ávinning af brotum - sem fluttir eru til milli landa. Fari rannsókn af stað á Íslandi segir Arnar hægt að nota tenginguna þangað. Europol sinnir málum og verkefnum á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Arnar segir að frá í september séu íslensk yfirvöld komin inn í svokallað Carin Network eða kerfi þar sem aðgangur fáist að neti sérfræðinga út um allan heim sem séu vel að sér í skattaskjólum og fjármagnsflutningum. Þar með hafi íslensk yfirvöld aðgang að sérfræðingum sem starfi á Cayman-eyjum, á Jersey, í Sviss eða Lúxembúrg. Þeir þekki kerfin þar út og inn og geti verið til ráðgjafar fyrir íslenska lögreglu. Arnar segir engin mál hafi komið á hans borð vegna bankahrunsins þar sem óskað hafi verið eftir að nýta það. Tveir tengiliðir við Carin kerfið eru hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari, og Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi, sem nú er tímabundið í starfi hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins. Helgi Magnús segir engin mál vegna hrunsins komin á það stig að nota tengslin við Carin eða önnur slík kerfi en það komi til greina. Fréttir Innlent Tengdar fréttir Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin viða að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur. 21. mars 2009 17:02 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Íslensk yfirvöld hafa ekki nýtt sér aðgang að sérfræðingum í fjármagnsflutningum, skattaskjólum og peningaþvætti þótt þeim hafi staðið það til boða síðan í september. Engin mál tengd bankahruninu eru komin á það stig segir saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Europol er löggæslustofnun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar eru öll 27 ríki ESB auk 24 annarra. Þar á meðal er Ísland sem opnaði skrifstofu þar 2007. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, er tengiliður þar. Hjá Europol starfa sérfræðingar í að rekja fjármuni - ávinning af brotum - sem fluttir eru til milli landa. Fari rannsókn af stað á Íslandi segir Arnar hægt að nota tenginguna þangað. Europol sinnir málum og verkefnum á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Arnar segir að frá í september séu íslensk yfirvöld komin inn í svokallað Carin Network eða kerfi þar sem aðgangur fáist að neti sérfræðinga út um allan heim sem séu vel að sér í skattaskjólum og fjármagnsflutningum. Þar með hafi íslensk yfirvöld aðgang að sérfræðingum sem starfi á Cayman-eyjum, á Jersey, í Sviss eða Lúxembúrg. Þeir þekki kerfin þar út og inn og geti verið til ráðgjafar fyrir íslenska lögreglu. Arnar segir engin mál hafi komið á hans borð vegna bankahrunsins þar sem óskað hafi verið eftir að nýta það. Tveir tengiliðir við Carin kerfið eru hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari, og Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi, sem nú er tímabundið í starfi hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins. Helgi Magnús segir engin mál vegna hrunsins komin á það stig að nota tengslin við Carin eða önnur slík kerfi en það komi til greina.
Fréttir Innlent Tengdar fréttir Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin viða að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur. 21. mars 2009 17:02 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin viða að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur. 21. mars 2009 17:02