Ofurkokkurinn Gordon Ramsey í fjárhagsvandræðum 6. mars 2009 14:32 Ofurkokkurinn, Íslandsvinurinn og strigakjafturinn Gordon Ramsey er kominn í veruleg fjárhagsvandræði. Samkvæmt frétt í Financial Times hefur Ramsey brotið gegn skilmálum fyrir rúmlega 10 milljón punda eða um 1,7 milljarða kr. rekstrarláni frá Royal Bank of Scotland (RBS). Þetta þýðir að RBS getur krafist þess að lánið verði strax gert upp í heild sinni en það er með veði í núverandi og framtíðareignum Ramseys. Fyrr í vetur yfirtók RBS lán sem Kaupþing hafði veitt Ramsey upp á 4,2 milljónir punda eða um 680 milljónir kr. þegar Kaupþing komst í þrot í Bretlandi. Ramsey er nú í samningaviðræðum við RBS um fjármál sín. Hann rekur sælkeraveitingahús víða um heiminn og árið 2007 nam velta þeirra tæplega 42 milljónum punda eða um 6,8 milljörðum kr.. Eignarhaldsfélag það sem Ramsey á og rekur veitingahús hans er talið 67 milljón punda virði. Ramsey á 67% af því en tengdafaðir hans, Chris Hutcheson er skrifaður fyrir 33% hlut. Ramsey er talinn einn besti kokkur í heimi og er hann í þriðja sæti hvað Michelin-stjörnur varðar en hann er handhafi að 14 slíkum stjörnum. Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ofurkokkurinn, Íslandsvinurinn og strigakjafturinn Gordon Ramsey er kominn í veruleg fjárhagsvandræði. Samkvæmt frétt í Financial Times hefur Ramsey brotið gegn skilmálum fyrir rúmlega 10 milljón punda eða um 1,7 milljarða kr. rekstrarláni frá Royal Bank of Scotland (RBS). Þetta þýðir að RBS getur krafist þess að lánið verði strax gert upp í heild sinni en það er með veði í núverandi og framtíðareignum Ramseys. Fyrr í vetur yfirtók RBS lán sem Kaupþing hafði veitt Ramsey upp á 4,2 milljónir punda eða um 680 milljónir kr. þegar Kaupþing komst í þrot í Bretlandi. Ramsey er nú í samningaviðræðum við RBS um fjármál sín. Hann rekur sælkeraveitingahús víða um heiminn og árið 2007 nam velta þeirra tæplega 42 milljónum punda eða um 6,8 milljörðum kr.. Eignarhaldsfélag það sem Ramsey á og rekur veitingahús hans er talið 67 milljón punda virði. Ramsey á 67% af því en tengdafaðir hans, Chris Hutcheson er skrifaður fyrir 33% hlut. Ramsey er talinn einn besti kokkur í heimi og er hann í þriðja sæti hvað Michelin-stjörnur varðar en hann er handhafi að 14 slíkum stjörnum.
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira