Eiður Smári: Barcelona hefur aldrei verið hrætt við Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2009 14:45 Eiður Smári Guðjohnsen kom fram fyrir hönd Barcelona á blaðamannfundi í dag. Mynd/GettyImages Í dag var röðin komin að okkar manni Eiði Smára Guðjohnsen að mæta á blaðamannafund fyrir hönd Barcelona-liðsins og þar sagði Eiður Smári að liðið gæti unnið alla þrjá titlana sem liðið á enn möguleika á að vinna í vetur. „Barcelona-liðið er í góðum gír. Þegar leikirnir eru mikilvægir þá finna menn ekki fyrir þreytunni. Nú erum við að berjast á þremur vígstöðum og við eigum skilið að vera þar sem við erum," sagði Eiður Smári aðspurður um leikjaálagið framundan. „Við höfum aldrei verið hræddir við Real Madrid eða að þeir komi til baka. Við höfum alltaf sagt það að það þarf að hafa fyrir því að vinna leiki. Ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að hafa fyrir því allt til enda. Liðið er í mjög góðu formi og hefur aldrei verið sterkara," sagði Eiður Smári við spænsku blaðamennina þegar þeir spurðu hann um endurkomu Real Madrid inn í meistarabaráttuna á Spáni. Forskot Barcelona er nú sex stig en Real Madrid hefur verið að láta vita af sér á síðustu vikum. „Sumir segja að við séum að spila betri fótbolta en Real Madrid. Það er nú samt þannig að það lið sem spilar besta fótboltann vinnur ekki alltaf leikina. Með fullri virðingu fyrir Liverpool þá spila þeir ekki flottasta fótboltann en þeir hafa samt átt frábæra leiki í Meistaradeildinni og hafa komist langt. Við verðum að vinna jafnvægið á milli þess að spila flottan fótbolta og að ná góðum úrslitum," sagði Eiður Smári. Á morgun verður dregið í átta liða úrslit og undanúrslit Meistaradeildarinnar og þar verður Barcelona-liðinu í pottinum ásamt ensku liðunum Manchester United, Chelsea, Liverpool og Arsenal, þýska liðinu Bayern Munchen, portúgalska liðinu Porto og spænska liðinu Villarreal. „Ég á mér ekki óskamótherja í drættinum á morgun því öll liðin sem eru eftir eru mjög góð. Ég veit minnst um Porto en það þýðir ekki að þeir séu eitthvað slakari," sagði Eiður Smári sem vildi ekki meina að það væri endilega betra að eiga seinni leikinn á heimavelli. „Það fer allt eftir úrslitunum úr fyrri leiknum. Það skiptir ekki öllu máli hvort þú spilar fyrri eða seinni leikinn á heimavelli," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Spænsku fjölmiðlamennirnir notuðu að sjálfsögðu tækifærið og spurðu Eið Smára út í uppgang ensku liðanna en eins og áður sagði eru fjögur ensk lið komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Á síðustu tíu árum hefur ensku liðunum tekist vel að blanda saman ensku baráttunni við evrópskan meginlandsfótbolta þökk sé hæfileikaríkum leikmönnum og þjálfunum frá Evrópu. Enski fótboltinn hefur batnað mikið og það sést á úrslitunum," sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Í dag var röðin komin að okkar manni Eiði Smára Guðjohnsen að mæta á blaðamannafund fyrir hönd Barcelona-liðsins og þar sagði Eiður Smári að liðið gæti unnið alla þrjá titlana sem liðið á enn möguleika á að vinna í vetur. „Barcelona-liðið er í góðum gír. Þegar leikirnir eru mikilvægir þá finna menn ekki fyrir þreytunni. Nú erum við að berjast á þremur vígstöðum og við eigum skilið að vera þar sem við erum," sagði Eiður Smári aðspurður um leikjaálagið framundan. „Við höfum aldrei verið hræddir við Real Madrid eða að þeir komi til baka. Við höfum alltaf sagt það að það þarf að hafa fyrir því að vinna leiki. Ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að hafa fyrir því allt til enda. Liðið er í mjög góðu formi og hefur aldrei verið sterkara," sagði Eiður Smári við spænsku blaðamennina þegar þeir spurðu hann um endurkomu Real Madrid inn í meistarabaráttuna á Spáni. Forskot Barcelona er nú sex stig en Real Madrid hefur verið að láta vita af sér á síðustu vikum. „Sumir segja að við séum að spila betri fótbolta en Real Madrid. Það er nú samt þannig að það lið sem spilar besta fótboltann vinnur ekki alltaf leikina. Með fullri virðingu fyrir Liverpool þá spila þeir ekki flottasta fótboltann en þeir hafa samt átt frábæra leiki í Meistaradeildinni og hafa komist langt. Við verðum að vinna jafnvægið á milli þess að spila flottan fótbolta og að ná góðum úrslitum," sagði Eiður Smári. Á morgun verður dregið í átta liða úrslit og undanúrslit Meistaradeildarinnar og þar verður Barcelona-liðinu í pottinum ásamt ensku liðunum Manchester United, Chelsea, Liverpool og Arsenal, þýska liðinu Bayern Munchen, portúgalska liðinu Porto og spænska liðinu Villarreal. „Ég á mér ekki óskamótherja í drættinum á morgun því öll liðin sem eru eftir eru mjög góð. Ég veit minnst um Porto en það þýðir ekki að þeir séu eitthvað slakari," sagði Eiður Smári sem vildi ekki meina að það væri endilega betra að eiga seinni leikinn á heimavelli. „Það fer allt eftir úrslitunum úr fyrri leiknum. Það skiptir ekki öllu máli hvort þú spilar fyrri eða seinni leikinn á heimavelli," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Spænsku fjölmiðlamennirnir notuðu að sjálfsögðu tækifærið og spurðu Eið Smára út í uppgang ensku liðanna en eins og áður sagði eru fjögur ensk lið komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Á síðustu tíu árum hefur ensku liðunum tekist vel að blanda saman ensku baráttunni við evrópskan meginlandsfótbolta þökk sé hæfileikaríkum leikmönnum og þjálfunum frá Evrópu. Enski fótboltinn hefur batnað mikið og það sést á úrslitunum," sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira