Í þjóðarhag Guðmundur Andri Thorsson skrifar 16. febrúar 2009 06:00 Skyldi Davíð hafa ánægju af starfinu? Er eitthvað varðandi starfið sem hann einn getur leyst af hendi en aðrir ekki? Er það landi og þjóð til heilla að hann sitji sem fastast? Er það traustvekjandi fyrir þjóðina að deilt skuli um seðlabanka landsins á slíkum tímum? Er brýnt að ríkisstjórn og Seðlabanki séu ósamstíga um úrlausn efnahagsmála? Er það viskulegt að formaður bankastjórnar Seðlabankans, talsmaður hennar og andlit, treysti sér ekki til að tala við fjölmiðla? Eða yfirhöfuð nokkurn mann nema kannski Alfreð Þorsteinsson ef marka má fréttir? Er það vænlegt að talsmaður bankastjórnar Seðlabankans tjái sig ekki um íslensk efnahagsmál (nema náttúrulega Alfreð). Eflir það orðspor þjóðarinnar að maður sem tilnefndur er sem einn af 25 helstu sökudólgum kreppunnar í Time magazine sé enn holdgervingur íslenskra efnahagsmála? Eða er tímaritið kannski bara með Davíð á heilanum? Sem sé: Er einhver sérstök ástæða til þess að Davíð Oddsson eigi að vera áfram seðlabankastjóri nú þegar forsætisráðherra landsins - sjálfur ráðherra bankans, yfirmaður Davíðs - hefur beðið hann góðfúslega að rýma þann stól? Aðeins ein: Hann vill ekki gera andstæðingum sínum það til geðs að standa upp. Það geisar stríð. En stríðið snýst ekki um hag heimilanna, heill þjóðarinnar, framtíð barnanna, heiður Íslands. Það snýst um hann. Þetta er hans prívatstríð við nokkra ótilgreinda menn og hann getur ekki unnt þeim sigursins. „Hvað varðar mig um þjóðarhag…" Ýmislegt hefur orðið til þess að stappa í hann stálinu að undanförnu og herða hann í afstöðu sinni. Ekki síst framganga DV og Stöðvar tvö - það háttalag að hundelta manninn með nákvæmum skýrslum um ferðir hans getur ekki orðið til annars en að vekja andstyggð hjá flestu fólki og samúð með manninum, sem getur tekið undir með Sturlu Sighvatssyni: Og vinna nú smádjöflar á mér… Og samt. Hvað sem líður framferði sorpblaðsins þá getur samúð manns með hinum hundelta manni ekki náð til þess að manni finnist að hann eigi skilið „sigur" í þessu máli. Það er ekki um neinn sigur að ræða, eða ósigur. Málið á að snúast um þjóðarhag. Og sú mynd sem Davíð hefur reynt með aðstoð vikapilta sinna á Alþingi að draga upp af sjálfum sér sem grandvörum og ópólitískum embættismanni sem sæti ofsóknum afskiptasamra stjórnmálamanna er sérlega ófyrirleitin. Afskiptasemi stjórnmálamanna! Hér kveinkar sér maðurinn sem vildi ekki einu sinni leyfa forseta Íslands að giftast. Sem linnti ekki látum fyrr en séra Örn Bárður var flæmdur úr starfi ritara Kristnihátíðarnefndar fyrir snjalla ádeilusögu sem ræst hefur á óhugnanlegan hátt. Sem hellti sér yfir umboðsmann Alþingis eftir athugasemdir þess fulltrúa almannahagsmuna við ráðningu óhæfs frænda í Hæstarétt. Sem gerði Baugsmálið að spurningu um það hvort við værum með honum eða á móti. Sem tróð sínum vildarmönnum í fráleitustu embætti. Sem tróð sjálfum sér í Seðlabankann um síðir. Hvernig sem á það er litið: þjóðin þarf nú á öðru að halda en stríðum Davíðs Oddssonar. Hún þarf samræmda og markvissa og styrka stjórn efnahagsmála, og má ekki vera að því að bíða eftir því að dramadrottningar níunda og tíunda áratugs síðustu aldar útkljái sín prívatmál. Vitað er að aðdáendur Davíðs sjá í honum einhvers konar Winston Churchill og láta sig dreyma um að hinn mikli leiðtogi eigi í vændum sams konar upprisu til æðstu valda og átti sér stað þegar Churchill var kallaður á ný til að stýra bresku þjóðinni gegn nasistum í síðari heimstyrjöldinni eftir að hafa verið í einhvers konar útlegð frá völdum mestallan fjórða áratuginn. Kannski að samanburðurinn við Churchill sé ekki fráleitur. Churchill leiddi þjóð sína með glæsibrag og stórkostlegum ræðum í gegnum heimsstyrjöldina síðari en að því loknu baðst þjóðin undan frekari leiðsögn hans - honum var hafnað í þingkosningum 1945. Kannski er Davíð einmitt staddur á svipuðum slóðum í sambandi sínu við þjóðina og Churchill var þá. Og hvað gerði hann? Hann tók sig til og skrifaði endurminningar sínar - og fékk fyrir þær Nóbelsverðlaunin árið 1953. Þarna er fordæmið. Það er að vísu óvíst að Davíð fái Nóbelsverðlaunin fyrir sínar endurminningar - og varla DV-verðlaunin - en kannski Íslensku bókmenntaverðlaunin. Hann hefði að minnsta kosti ánægju af því starfi að skrifa þær. Og margir af að lesa þær. Og enginn sem leysir það starf af hendi annar en hann. Því okkur ber að taka okkur það fyrir hendur sem liggur vel fyrir okkur en láta öðrum það eftir sem okkur er síður hent… Í þjóðarhag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Skyldi Davíð hafa ánægju af starfinu? Er eitthvað varðandi starfið sem hann einn getur leyst af hendi en aðrir ekki? Er það landi og þjóð til heilla að hann sitji sem fastast? Er það traustvekjandi fyrir þjóðina að deilt skuli um seðlabanka landsins á slíkum tímum? Er brýnt að ríkisstjórn og Seðlabanki séu ósamstíga um úrlausn efnahagsmála? Er það viskulegt að formaður bankastjórnar Seðlabankans, talsmaður hennar og andlit, treysti sér ekki til að tala við fjölmiðla? Eða yfirhöfuð nokkurn mann nema kannski Alfreð Þorsteinsson ef marka má fréttir? Er það vænlegt að talsmaður bankastjórnar Seðlabankans tjái sig ekki um íslensk efnahagsmál (nema náttúrulega Alfreð). Eflir það orðspor þjóðarinnar að maður sem tilnefndur er sem einn af 25 helstu sökudólgum kreppunnar í Time magazine sé enn holdgervingur íslenskra efnahagsmála? Eða er tímaritið kannski bara með Davíð á heilanum? Sem sé: Er einhver sérstök ástæða til þess að Davíð Oddsson eigi að vera áfram seðlabankastjóri nú þegar forsætisráðherra landsins - sjálfur ráðherra bankans, yfirmaður Davíðs - hefur beðið hann góðfúslega að rýma þann stól? Aðeins ein: Hann vill ekki gera andstæðingum sínum það til geðs að standa upp. Það geisar stríð. En stríðið snýst ekki um hag heimilanna, heill þjóðarinnar, framtíð barnanna, heiður Íslands. Það snýst um hann. Þetta er hans prívatstríð við nokkra ótilgreinda menn og hann getur ekki unnt þeim sigursins. „Hvað varðar mig um þjóðarhag…" Ýmislegt hefur orðið til þess að stappa í hann stálinu að undanförnu og herða hann í afstöðu sinni. Ekki síst framganga DV og Stöðvar tvö - það háttalag að hundelta manninn með nákvæmum skýrslum um ferðir hans getur ekki orðið til annars en að vekja andstyggð hjá flestu fólki og samúð með manninum, sem getur tekið undir með Sturlu Sighvatssyni: Og vinna nú smádjöflar á mér… Og samt. Hvað sem líður framferði sorpblaðsins þá getur samúð manns með hinum hundelta manni ekki náð til þess að manni finnist að hann eigi skilið „sigur" í þessu máli. Það er ekki um neinn sigur að ræða, eða ósigur. Málið á að snúast um þjóðarhag. Og sú mynd sem Davíð hefur reynt með aðstoð vikapilta sinna á Alþingi að draga upp af sjálfum sér sem grandvörum og ópólitískum embættismanni sem sæti ofsóknum afskiptasamra stjórnmálamanna er sérlega ófyrirleitin. Afskiptasemi stjórnmálamanna! Hér kveinkar sér maðurinn sem vildi ekki einu sinni leyfa forseta Íslands að giftast. Sem linnti ekki látum fyrr en séra Örn Bárður var flæmdur úr starfi ritara Kristnihátíðarnefndar fyrir snjalla ádeilusögu sem ræst hefur á óhugnanlegan hátt. Sem hellti sér yfir umboðsmann Alþingis eftir athugasemdir þess fulltrúa almannahagsmuna við ráðningu óhæfs frænda í Hæstarétt. Sem gerði Baugsmálið að spurningu um það hvort við værum með honum eða á móti. Sem tróð sínum vildarmönnum í fráleitustu embætti. Sem tróð sjálfum sér í Seðlabankann um síðir. Hvernig sem á það er litið: þjóðin þarf nú á öðru að halda en stríðum Davíðs Oddssonar. Hún þarf samræmda og markvissa og styrka stjórn efnahagsmála, og má ekki vera að því að bíða eftir því að dramadrottningar níunda og tíunda áratugs síðustu aldar útkljái sín prívatmál. Vitað er að aðdáendur Davíðs sjá í honum einhvers konar Winston Churchill og láta sig dreyma um að hinn mikli leiðtogi eigi í vændum sams konar upprisu til æðstu valda og átti sér stað þegar Churchill var kallaður á ný til að stýra bresku þjóðinni gegn nasistum í síðari heimstyrjöldinni eftir að hafa verið í einhvers konar útlegð frá völdum mestallan fjórða áratuginn. Kannski að samanburðurinn við Churchill sé ekki fráleitur. Churchill leiddi þjóð sína með glæsibrag og stórkostlegum ræðum í gegnum heimsstyrjöldina síðari en að því loknu baðst þjóðin undan frekari leiðsögn hans - honum var hafnað í þingkosningum 1945. Kannski er Davíð einmitt staddur á svipuðum slóðum í sambandi sínu við þjóðina og Churchill var þá. Og hvað gerði hann? Hann tók sig til og skrifaði endurminningar sínar - og fékk fyrir þær Nóbelsverðlaunin árið 1953. Þarna er fordæmið. Það er að vísu óvíst að Davíð fái Nóbelsverðlaunin fyrir sínar endurminningar - og varla DV-verðlaunin - en kannski Íslensku bókmenntaverðlaunin. Hann hefði að minnsta kosti ánægju af því starfi að skrifa þær. Og margir af að lesa þær. Og enginn sem leysir það starf af hendi annar en hann. Því okkur ber að taka okkur það fyrir hendur sem liggur vel fyrir okkur en láta öðrum það eftir sem okkur er síður hent… Í þjóðarhag.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun