Skattaskuldir Dana vaxa hratt 22. júní 2009 08:31 Skattaskuldir Dana, bæði til ríkissjóðs og sveitarfélaga, vaxa nú hratt og eru komnar í tæpa 29 milljarða danskra kr. eða tæplega 700 milljarðar kr. Þetta samsvarar því að hver Dani skuldi skattinum að meðaltali um 130.000 kr. Til samanburðar námu þessar skuldir 25 milljörðum danskra kr. á sama tíma í fyrra og 23,5 milljörðum dkr. árið 2007. Samkvæmt frétt um málið í Jyllands-Posten segir að fjármálakreppunni sé yfirleitt kennt um þessa þróun og því er einn af yfirmönnum danska skattsins, Kim Bak, sammála. „Kreppan þýðir að fyrirtækin eru með minna fé milli handanna og reyna því að slá skattgreiðslum sínum á frest," segir Bak. En kreppan útskýrir ekki þessa þróun í heild að sögn formanns samtaka starfsmanna skattsins í Danmörku, Jörn Rise. Hann segir að þróunin sé að hluta til vegna aðstæðna á skattstofum landsins. Hann bendir á að síðan að skattstofur ríkisins og sveitarfélagana voru sameinaðar fyrir nokkrum árum hefur starfsmönnum sem vinna á þeim fækkað um 1.000 manns. Þar að auki séu ýmsar hagræðingar- og sparnaðaraðgerðir framundan sem létti ekki róðurinn. Í umfjöllun Jyllands-Posten kemur ennfremur fram að tafir við að taka upp nýtt tölvukerfi hjá skattinum hjálpi ekki til við þetta vandamál. Ekki er von á þessu kerfi fyrr en á næsta ári eins og staðan er nú. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skattaskuldir Dana, bæði til ríkissjóðs og sveitarfélaga, vaxa nú hratt og eru komnar í tæpa 29 milljarða danskra kr. eða tæplega 700 milljarðar kr. Þetta samsvarar því að hver Dani skuldi skattinum að meðaltali um 130.000 kr. Til samanburðar námu þessar skuldir 25 milljörðum danskra kr. á sama tíma í fyrra og 23,5 milljörðum dkr. árið 2007. Samkvæmt frétt um málið í Jyllands-Posten segir að fjármálakreppunni sé yfirleitt kennt um þessa þróun og því er einn af yfirmönnum danska skattsins, Kim Bak, sammála. „Kreppan þýðir að fyrirtækin eru með minna fé milli handanna og reyna því að slá skattgreiðslum sínum á frest," segir Bak. En kreppan útskýrir ekki þessa þróun í heild að sögn formanns samtaka starfsmanna skattsins í Danmörku, Jörn Rise. Hann segir að þróunin sé að hluta til vegna aðstæðna á skattstofum landsins. Hann bendir á að síðan að skattstofur ríkisins og sveitarfélagana voru sameinaðar fyrir nokkrum árum hefur starfsmönnum sem vinna á þeim fækkað um 1.000 manns. Þar að auki séu ýmsar hagræðingar- og sparnaðaraðgerðir framundan sem létti ekki róðurinn. Í umfjöllun Jyllands-Posten kemur ennfremur fram að tafir við að taka upp nýtt tölvukerfi hjá skattinum hjálpi ekki til við þetta vandamál. Ekki er von á þessu kerfi fyrr en á næsta ári eins og staðan er nú.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira