Crocks ganga aftur Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 7. júlí 2009 00:01 Frekar myndi ég treysta honum Sigurjóni fyrir peningunum mínum en þér" eitthvað á þessa leið hljómaði þýðing á frasa úr enskri tungu í sjónvarpsþætti um daginn. Ég skellihló yfir orðtakinu þar sem ég taldi það vísa til þess að einhver kynni svo illa með peninga að fara að betra væri að afhenda Sigurjóni Árnasyni , fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, þá til varðveislu og ávöxtunar. Þýðingin þótti mér líka eitt af kærkomnum afsprengjum bankahrunsins. Öllu leiðinlegri þykir mér þegar fólk talar um að eitthvað sé á „gamla genginu" eða að eitthvað sé „gasalega 2007". Skyndilega gat hvaða búllueigandi hækkað verð svívirðilega og gerði viðskiptavinurinn athugsemdir var þeim samstundis mætt með svari um að það væri nú ekki hægt að heimta „gamla gengið" á vörur nú til dags. Engu máli virtist skipta hvort varan væri ættuð úr Flóanum eða New York og hvað þá að verðhækkunin væri í einhverjum takti við raunverulega gengislækkun krónunnar. Segi einhver að hlutur sé „svolítið 2007" fylgir svo yfirleitt skömmustusvipur eins og viðkomandi hafi gert eitthvað af sér það ár. Í fyrsta lagi þá þykir mér ekkert tiltökumál að takast á við verðhækkanir séu þær í takti við gengisþróun. Bankahrunið átti þó ekki að veita hvaða manneskju í rekstri leyfi til að ganga á réttindi starfsmanna sinna og snuða kúnna sína eins og margir virðast halda. Í öðru lagi þá segir ártalið 2007 mér ekkert meira en árið 2006 eða 2005. Það snerti mig ekkert að heyra að einhver uppgjafar útrásarvíkinganna hafi látið setja leðurhimnasæng í einkaþotuna sína, fengið hægðartregðu eftir að hafa étið skúkkulaðibúðing blandaðan gullflögum eða eitthvað annað sem þeim gat látið sér detta í hug að fá milljarða lán frá bankanum sínum til að eyða peningum í. Sjálf keypti ég ekkert sérstakt árið 2007 og tel því ekki að ég þurfi að setja upp hundshaus heyri ég minnst á tímabilið. Í raun minnist ég þessa árs helst sem ársins sem Crocks-skórnir komust í tísku. Crocks voru afspyrnu ljótir, áberandi og dýrir skór sem fjöldi venjulegs fólks lét sig hafa út í að kaupa í nafni tískunnar og reyndi jafnvel að telja sér trú um að þeir væri smart og fínir. Birtingarmynd góðæris almennings árið 2007 finnst mér því helst felast í þessum skærlituðu, klossuðu plastskóm. Fólk lét hafa sig út í eitthvað sem er óumdeilanlega ljótt, í besta falli hlægilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun
Frekar myndi ég treysta honum Sigurjóni fyrir peningunum mínum en þér" eitthvað á þessa leið hljómaði þýðing á frasa úr enskri tungu í sjónvarpsþætti um daginn. Ég skellihló yfir orðtakinu þar sem ég taldi það vísa til þess að einhver kynni svo illa með peninga að fara að betra væri að afhenda Sigurjóni Árnasyni , fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, þá til varðveislu og ávöxtunar. Þýðingin þótti mér líka eitt af kærkomnum afsprengjum bankahrunsins. Öllu leiðinlegri þykir mér þegar fólk talar um að eitthvað sé á „gamla genginu" eða að eitthvað sé „gasalega 2007". Skyndilega gat hvaða búllueigandi hækkað verð svívirðilega og gerði viðskiptavinurinn athugsemdir var þeim samstundis mætt með svari um að það væri nú ekki hægt að heimta „gamla gengið" á vörur nú til dags. Engu máli virtist skipta hvort varan væri ættuð úr Flóanum eða New York og hvað þá að verðhækkunin væri í einhverjum takti við raunverulega gengislækkun krónunnar. Segi einhver að hlutur sé „svolítið 2007" fylgir svo yfirleitt skömmustusvipur eins og viðkomandi hafi gert eitthvað af sér það ár. Í fyrsta lagi þá þykir mér ekkert tiltökumál að takast á við verðhækkanir séu þær í takti við gengisþróun. Bankahrunið átti þó ekki að veita hvaða manneskju í rekstri leyfi til að ganga á réttindi starfsmanna sinna og snuða kúnna sína eins og margir virðast halda. Í öðru lagi þá segir ártalið 2007 mér ekkert meira en árið 2006 eða 2005. Það snerti mig ekkert að heyra að einhver uppgjafar útrásarvíkinganna hafi látið setja leðurhimnasæng í einkaþotuna sína, fengið hægðartregðu eftir að hafa étið skúkkulaðibúðing blandaðan gullflögum eða eitthvað annað sem þeim gat látið sér detta í hug að fá milljarða lán frá bankanum sínum til að eyða peningum í. Sjálf keypti ég ekkert sérstakt árið 2007 og tel því ekki að ég þurfi að setja upp hundshaus heyri ég minnst á tímabilið. Í raun minnist ég þessa árs helst sem ársins sem Crocks-skórnir komust í tísku. Crocks voru afspyrnu ljótir, áberandi og dýrir skór sem fjöldi venjulegs fólks lét sig hafa út í að kaupa í nafni tískunnar og reyndi jafnvel að telja sér trú um að þeir væri smart og fínir. Birtingarmynd góðæris almennings árið 2007 finnst mér því helst felast í þessum skærlituðu, klossuðu plastskóm. Fólk lét hafa sig út í eitthvað sem er óumdeilanlega ljótt, í besta falli hlægilegt.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun