Elskaðu náunga þinn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 26. mars 2009 06:00 Nýverið heyrði ég frétt af nemendum í íslenskum framhaldsskóla sem gengu í skrokk á samnemanda sínum í skólanum. Slógu hann í höfuðið og spörkuðu í hann. Viðkomandi skólayfirvöld brugðust við með því að víkja ofbeldisfólkinu úr skólanum, í einn dag, og einhverjum þeirra í þrjá daga. Mig minnir einnhvern veginn að í framhaldsskóla hafi það ekki verið leiðinlegt ef kennsla féll niður einn dag og maður gat verið heima að hangsa eða slæpast niðri í bæ. Manni fannst maður hafa himin höndum tekið ef veðrið varð til dæmis svo slæmt að ekki voru gefnir fjarvistarpunktar þann daginn. Því var yfirleitt fagnað innilega ef kennari veiktist eða komst einhverra hluta vegna ekki til kennslu og óvæntur frítíminn nýttur í allt aðra hluti en að læra. Því hljómar brottvikning í einn dag skrítin refsing, hvað þá fyrir ofbeldisverk. Virðing fyrir náunganum er einn þeirra grundvallarþátta sem þarf til að byggja upp sæmilegt samfélag svo allir geti lifað í sátt og búið við sömu tækifæri. Undanfarin ár hefur sú hugmyndafræði ríkt í íslensku samfélagi að hver maki sinn krók sem mest, sama hvaða áhrif það hefur á aðra. Þeir ríku hafa orðið ríkari og þeir fátækari fátækari. Fólk ávann sér virðingu með bankainnstæðum og stærðinni á jeppanum sem það ók en ekki með hegðun sinni gagnvart öðru fólki. Nú þegar þjóðarbúið eru rjúkandi rústir eftir eiginhagsmunapot fárra sem kærðu sig kollótta um náungann spyr maður sig hvað hafi orðið um siðferðiskenndina. Er það kannski bara orðin „íslenska leiðin" að traðka á náunganum án þess að líta um öxl? Það að lemja einhvern eða sparka á ekki að vera viðurkennd hegðun hjá siðmenntaðri þjóð. Frí í skólanum getur varla talist góð uppeldisaðferð til að fyrirbyggja að slík hegðun endurtaki sig. Spurning hvort refsingin hefði orðið önnur ef fórnarlambið hefði verið kennari við skólann. Nú þurfum við önnur gildi og önnur viðmið ef við eigum að geta byggt upp samfélagið aftur og komið í veg fyrir að þetta endurtaki sig allt saman. Draga þarf lærdóm af mistökunum og innræta þjóðinni virðingu fyrir náunganum. Það er bara ekki í lagi að sparka í fólk, það verða komandi kynslóðir að læra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Nýverið heyrði ég frétt af nemendum í íslenskum framhaldsskóla sem gengu í skrokk á samnemanda sínum í skólanum. Slógu hann í höfuðið og spörkuðu í hann. Viðkomandi skólayfirvöld brugðust við með því að víkja ofbeldisfólkinu úr skólanum, í einn dag, og einhverjum þeirra í þrjá daga. Mig minnir einnhvern veginn að í framhaldsskóla hafi það ekki verið leiðinlegt ef kennsla féll niður einn dag og maður gat verið heima að hangsa eða slæpast niðri í bæ. Manni fannst maður hafa himin höndum tekið ef veðrið varð til dæmis svo slæmt að ekki voru gefnir fjarvistarpunktar þann daginn. Því var yfirleitt fagnað innilega ef kennari veiktist eða komst einhverra hluta vegna ekki til kennslu og óvæntur frítíminn nýttur í allt aðra hluti en að læra. Því hljómar brottvikning í einn dag skrítin refsing, hvað þá fyrir ofbeldisverk. Virðing fyrir náunganum er einn þeirra grundvallarþátta sem þarf til að byggja upp sæmilegt samfélag svo allir geti lifað í sátt og búið við sömu tækifæri. Undanfarin ár hefur sú hugmyndafræði ríkt í íslensku samfélagi að hver maki sinn krók sem mest, sama hvaða áhrif það hefur á aðra. Þeir ríku hafa orðið ríkari og þeir fátækari fátækari. Fólk ávann sér virðingu með bankainnstæðum og stærðinni á jeppanum sem það ók en ekki með hegðun sinni gagnvart öðru fólki. Nú þegar þjóðarbúið eru rjúkandi rústir eftir eiginhagsmunapot fárra sem kærðu sig kollótta um náungann spyr maður sig hvað hafi orðið um siðferðiskenndina. Er það kannski bara orðin „íslenska leiðin" að traðka á náunganum án þess að líta um öxl? Það að lemja einhvern eða sparka á ekki að vera viðurkennd hegðun hjá siðmenntaðri þjóð. Frí í skólanum getur varla talist góð uppeldisaðferð til að fyrirbyggja að slík hegðun endurtaki sig. Spurning hvort refsingin hefði orðið önnur ef fórnarlambið hefði verið kennari við skólann. Nú þurfum við önnur gildi og önnur viðmið ef við eigum að geta byggt upp samfélagið aftur og komið í veg fyrir að þetta endurtaki sig allt saman. Draga þarf lærdóm af mistökunum og innræta þjóðinni virðingu fyrir náunganum. Það er bara ekki í lagi að sparka í fólk, það verða komandi kynslóðir að læra.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun