Það er enn verið að spá í framtíð Spánverjans David Silva sem svo mörg félög hafa áhuga á að kaupa frá Valencia.
Umboðsmaður Silva hefur staðfest að fjöldi liða hafi sýnt honum áhuga og bíða menn nú spenntir eftir því hvað verður.
Fréttir herma að Liverpool sé fremst í röðinni en vitað er að Juventus hefur einnig mjög mikinn áhuga á leikmanninum.
Fjárhagsstaða Valencia er afar bágborinn og það mun gera félaginu erfitt fyrir að halda í stórstjörnur sínar. Stóru félögin bíða eins og gammar eftir því að geta hrifsað til sína bestu bitana.
Talið er að Liverpool hafi boðið Valencia 15 milljónir punda fyrir Silva. Með í tilboðinu hafi fylgt að félagið nenni ekki að standa í kaupstríði, þetta sé þeirra tilboð og að annað muni ekki koma fram.