Samkvæmt spænskum fjölmiðlum í dag er þýska félagið Bayern München nálægt því að kaupa Hollendinginn Arjen Robben frá Real Madrid en kaupverðið er talið nema um 25 milljónum evra.
Robben var keyptur á 36,5 milljónir evra sumarið 2007 en var sterklega orðaður við félagsskipti frá Real Madrid í sumar líkt og nokkrir landar hans hjá félaginu.
Wesley Sneijder samdi við Inter í gærkvöldi og þá hefur Rafael van der Vaart verið orðaður við ensku félögin Liverpool og Arsenal síðustu daga.