David Villa segist vera ánægður með að vera áfram hjá Valencia þrátt fyrir að um tíma hafi mörg stærstu fótboltafélög heims verið á eftir honum.
Real Madrid og Barcelona sýndu bæði spænska landsliðsmanninum mikinn áhuga en ekkert varð að kaupum þeirra.
„Þeir sögðu mér að yrði að yfirgefa Valencia til að bjarga peningamálum félagsins en síðan breyttu þeir um skoðun," sagði Villa.
„Staða mín fer algjörlega eftir þörfum félagsins. Nú hafa þeir ákveðið að ég verð áfram og ég er ánægður með það," sagði Villa.
Hinn 27 ára gamli Villa var tilbúinn að fara til Real Madrid en Valencia vildi fá miklu miera fyrir en hann.