Öll Norðurlöndin, nema Noregur, komin í kreppu 27. febrúar 2009 14:15 Öll Norðurlöndin, nema Noregur, eru nú komin í kreppu og það af dýpri gerðinni. Einna verst er ástandið í Svíþjóð, ef Ísland er undanskilið, en landsframleiðslan þar á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hefur ekki minnkað jafnmikið síðan skráning hennar hófst. Í umfjöllun Reuters um málið segir að landsframleiðsla Svíþjóðar hafi minnkað um 4,9% á ársfjórðungnum m.v. sama tímabil árið á undan. Sökum þessa gerir Peter Kaplan greinandi hjá RBS ráð fyrir að stýrivextir í Svíþjóð geti lækkað allt niður í 0.1%. Í Danmörku minnkaði landsframleiðslan um 3,9% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs sem þýddi að fyrir árið í heild minnkaði hún um 1,3%. Leita verður aftur til ársins 1955 til að finna sambærilegan samdrátt í Danmörku. Kreppan varð einnig staðreynd í Finnlandi á fjórða ársfjórðungi ársins er landsframleiðslan minnkaði um 2.4%. Er þetta mesta minnkun landsframleiðslu þar í landi á undanförnum 16 árum. Í Noregi hinsvegar varð samdrátturinn aðeins 0,2% eða vel undir kreppuviðmiðunum. Hinsvegar er búist við að Noregur bætist í hóp frændþjóða sinna hvað kreppuna varðar síðar á þessu ári. Og við þekkjum stöðuna á Íslandi en búist er við að landsframleiðslan hér minnki um a.m.k. 10% á þessu ári. Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Öll Norðurlöndin, nema Noregur, eru nú komin í kreppu og það af dýpri gerðinni. Einna verst er ástandið í Svíþjóð, ef Ísland er undanskilið, en landsframleiðslan þar á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hefur ekki minnkað jafnmikið síðan skráning hennar hófst. Í umfjöllun Reuters um málið segir að landsframleiðsla Svíþjóðar hafi minnkað um 4,9% á ársfjórðungnum m.v. sama tímabil árið á undan. Sökum þessa gerir Peter Kaplan greinandi hjá RBS ráð fyrir að stýrivextir í Svíþjóð geti lækkað allt niður í 0.1%. Í Danmörku minnkaði landsframleiðslan um 3,9% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs sem þýddi að fyrir árið í heild minnkaði hún um 1,3%. Leita verður aftur til ársins 1955 til að finna sambærilegan samdrátt í Danmörku. Kreppan varð einnig staðreynd í Finnlandi á fjórða ársfjórðungi ársins er landsframleiðslan minnkaði um 2.4%. Er þetta mesta minnkun landsframleiðslu þar í landi á undanförnum 16 árum. Í Noregi hinsvegar varð samdrátturinn aðeins 0,2% eða vel undir kreppuviðmiðunum. Hinsvegar er búist við að Noregur bætist í hóp frændþjóða sinna hvað kreppuna varðar síðar á þessu ári. Og við þekkjum stöðuna á Íslandi en búist er við að landsframleiðslan hér minnki um a.m.k. 10% á þessu ári.
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira