Veiðiþjófar stálu frá barni við Hítarvatn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2009 00:01 Nökkvi Stefánsson hreykinn fimm ára snáði með silung sem hann veiddi sjálfur í Hítarvatni. Veiðiþjófar stálu af honum fiskinum. Mynd/Stefán Árnason „Það er með ólíkindum að fólk skuli leggjast svo lágt að stela aflanum frá öðrum," segir Stefán Árnason sem um síðustu helgi var ásamt fimm ára syni sinum við silungsveiðar í Hítarvatni. Stefán og sonur hans, auk vinar Stefáns, dvöldu í tjaldi við Hítarvatn á Mýrum og veiddu rúmlega þrjátíu silunga yfir helgina. „Við veiddum meira en flestir og geymdum aflann í sterkum silungapokum út í læk," segir Stefán sem á sunnudagsmorguninn sendi Nökkvi litla son sinn að ná í aflann á meðan hann sjálfur var að ganga frá viðleguútbúnaðinum. „Ég sé að hann var búinn að ná pokunum upp úr og var eitthvað að bisa við þá og að skima í kringum sig, greinilega að leita að einhverju. Ég fór til hans eftir nokkra stund og sá þá að pokarnir voru tómir og allir fiskarnir nema minnsti titturinn horfnir," lýsir Stefán sem kveður það öruggt að þar hafi veiðiþjófar verið að verki því að pokarnir hafi verið skornir upp með hnífi. „Í pokanum var fyrsti fiskurinn sem hann Nökkvi veiddi alveg sjálfur, einn og óstuddur. Hann varð auðvitað hálfsúr en tók þessu samt eins og karlmaður og skipaði pabba sínum að finna þjófana," segir Stefán sem gerði nokkra leit að hugsanlegum þjófum og lét líka bóndann í Hítardal vita af því sem gerst hafði. „Hann var alveg gáttaður og sagðist aldrei hafa heyrt þvílíkt áður og lét lögregluna vita." Að sögn Stefáns var aðallega fjölskyldufólk við Hítarvatn um síðustu helgi. Hann hafi gengið milli manna og spurst fyrir um mannaferðir en enginn kannast við neitt óvenjulegt umrædda nótt og ekkert spurðist til þjófanna. „Þarna voru reyndar strákar sem voru svo fullir alla helgina að þeir gátu varla gengið. Einn fannst meira að segja áfengisdauður við vatnsbakkann þar hann svaf úr sér mest allan laugardaginn. Þessir piltar rifu upp tjaldið og voru horfnir eldsnemma á sunnudagsmorguninn." Þrátt fyrir þessa uppákomu segir Stefán son sinn síður en svo orðinn frábitinn veiðiskapnum. „Nei, alls ekki. Nökkvi er rétt að byrja og við erum ekki hættir." Stangveiði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
„Það er með ólíkindum að fólk skuli leggjast svo lágt að stela aflanum frá öðrum," segir Stefán Árnason sem um síðustu helgi var ásamt fimm ára syni sinum við silungsveiðar í Hítarvatni. Stefán og sonur hans, auk vinar Stefáns, dvöldu í tjaldi við Hítarvatn á Mýrum og veiddu rúmlega þrjátíu silunga yfir helgina. „Við veiddum meira en flestir og geymdum aflann í sterkum silungapokum út í læk," segir Stefán sem á sunnudagsmorguninn sendi Nökkvi litla son sinn að ná í aflann á meðan hann sjálfur var að ganga frá viðleguútbúnaðinum. „Ég sé að hann var búinn að ná pokunum upp úr og var eitthvað að bisa við þá og að skima í kringum sig, greinilega að leita að einhverju. Ég fór til hans eftir nokkra stund og sá þá að pokarnir voru tómir og allir fiskarnir nema minnsti titturinn horfnir," lýsir Stefán sem kveður það öruggt að þar hafi veiðiþjófar verið að verki því að pokarnir hafi verið skornir upp með hnífi. „Í pokanum var fyrsti fiskurinn sem hann Nökkvi veiddi alveg sjálfur, einn og óstuddur. Hann varð auðvitað hálfsúr en tók þessu samt eins og karlmaður og skipaði pabba sínum að finna þjófana," segir Stefán sem gerði nokkra leit að hugsanlegum þjófum og lét líka bóndann í Hítardal vita af því sem gerst hafði. „Hann var alveg gáttaður og sagðist aldrei hafa heyrt þvílíkt áður og lét lögregluna vita." Að sögn Stefáns var aðallega fjölskyldufólk við Hítarvatn um síðustu helgi. Hann hafi gengið milli manna og spurst fyrir um mannaferðir en enginn kannast við neitt óvenjulegt umrædda nótt og ekkert spurðist til þjófanna. „Þarna voru reyndar strákar sem voru svo fullir alla helgina að þeir gátu varla gengið. Einn fannst meira að segja áfengisdauður við vatnsbakkann þar hann svaf úr sér mest allan laugardaginn. Þessir piltar rifu upp tjaldið og voru horfnir eldsnemma á sunnudagsmorguninn." Þrátt fyrir þessa uppákomu segir Stefán son sinn síður en svo orðinn frábitinn veiðiskapnum. „Nei, alls ekki. Nökkvi er rétt að byrja og við erum ekki hættir."
Stangveiði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent