Tiger Woods situr í toppsæti AT&T National golfmótsins á Congressional vellinum. Hann lék annan hringinn á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari og er a samtals tíu höggum undir pari eftir tvo hringi.
Tiger hefur eins höggs forskot á Rod Pampling sem lék á sex undir pari í gær. Anthony Kim er í þriðja sæti á átta höggum undir pari en Kim vann þetta mót í fyrra.
Bein útsending frá þriðja hringnum hefst klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 Sport.