Heildarútlán Landsbankans fjórfölduðust á tæpum tveimur árum Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 9. júní 2009 20:20 Landsbankinn í Lundúnum. Heildarútlán Landsbankans í Lundúnum fjórfölduðust frá janúar 2006 til september 2008. Misjafnt er hvaða veð liggja að baki lánunum, en þau eru allt frá persónulegri ábyrgð eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra. Samkvæmt heimildum fréttastofu nam heildarupphæð útlánasafns bankans í Lundúnum rúmum 731 milljarði íslenskra króna við bankahrunið á síðasta ári. Hér má sjá landfræðilega skiptingu lánanna. Mestur hluti þeirra fór til Breltands en vænn skerfur fór einnig til Hollands, Þýskalands og Frakklands. Um 8,40% af útlánunum fóru til Íslands en þó fóru um 18% af heildarútlánum til íslensku útrásarinnar eða um 130 milljarðar íslenskra króna. Sé litið til hvaða geira útlánin fóru má sjá að flest fóru lánin til fyrirtækja í smásölu, þjónustu og lyfjafyrirtækja. Mestur hluti lánanna var lánaður til eignarhaldsfélaga og var misjafnt hvaða veð lágu að baki. Þau voru allt frá persónulegum ábyrgðum eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra sem eru verðlaus fari fyrirtækið í þrot. Útlánaaukningin var gríðarlega mikil frá janúar 2006 til september 2008 þegar bankinn fór í þrot. Í byrjun janúar 2006 námu heildarútlánin rúmum 200 milljörðum en þau tæplega fjórfölduðust á þessum rúmum tveimur árum og enduðu í rúmum 731 milljarði íslenskra króna. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heildarútlán Landsbankans í Lundúnum fjórfölduðust frá janúar 2006 til september 2008. Misjafnt er hvaða veð liggja að baki lánunum, en þau eru allt frá persónulegri ábyrgð eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra. Samkvæmt heimildum fréttastofu nam heildarupphæð útlánasafns bankans í Lundúnum rúmum 731 milljarði íslenskra króna við bankahrunið á síðasta ári. Hér má sjá landfræðilega skiptingu lánanna. Mestur hluti þeirra fór til Breltands en vænn skerfur fór einnig til Hollands, Þýskalands og Frakklands. Um 8,40% af útlánunum fóru til Íslands en þó fóru um 18% af heildarútlánum til íslensku útrásarinnar eða um 130 milljarðar íslenskra króna. Sé litið til hvaða geira útlánin fóru má sjá að flest fóru lánin til fyrirtækja í smásölu, þjónustu og lyfjafyrirtækja. Mestur hluti lánanna var lánaður til eignarhaldsfélaga og var misjafnt hvaða veð lágu að baki. Þau voru allt frá persónulegum ábyrgðum eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra sem eru verðlaus fari fyrirtækið í þrot. Útlánaaukningin var gríðarlega mikil frá janúar 2006 til september 2008 þegar bankinn fór í þrot. Í byrjun janúar 2006 námu heildarútlánin rúmum 200 milljörðum en þau tæplega fjórfölduðust á þessum rúmum tveimur árum og enduðu í rúmum 731 milljarði íslenskra króna.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira