Heildarútlán Landsbankans fjórfölduðust á tæpum tveimur árum Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 9. júní 2009 20:20 Landsbankinn í Lundúnum. Heildarútlán Landsbankans í Lundúnum fjórfölduðust frá janúar 2006 til september 2008. Misjafnt er hvaða veð liggja að baki lánunum, en þau eru allt frá persónulegri ábyrgð eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra. Samkvæmt heimildum fréttastofu nam heildarupphæð útlánasafns bankans í Lundúnum rúmum 731 milljarði íslenskra króna við bankahrunið á síðasta ári. Hér má sjá landfræðilega skiptingu lánanna. Mestur hluti þeirra fór til Breltands en vænn skerfur fór einnig til Hollands, Þýskalands og Frakklands. Um 8,40% af útlánunum fóru til Íslands en þó fóru um 18% af heildarútlánum til íslensku útrásarinnar eða um 130 milljarðar íslenskra króna. Sé litið til hvaða geira útlánin fóru má sjá að flest fóru lánin til fyrirtækja í smásölu, þjónustu og lyfjafyrirtækja. Mestur hluti lánanna var lánaður til eignarhaldsfélaga og var misjafnt hvaða veð lágu að baki. Þau voru allt frá persónulegum ábyrgðum eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra sem eru verðlaus fari fyrirtækið í þrot. Útlánaaukningin var gríðarlega mikil frá janúar 2006 til september 2008 þegar bankinn fór í þrot. Í byrjun janúar 2006 námu heildarútlánin rúmum 200 milljörðum en þau tæplega fjórfölduðust á þessum rúmum tveimur árum og enduðu í rúmum 731 milljarði íslenskra króna. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heildarútlán Landsbankans í Lundúnum fjórfölduðust frá janúar 2006 til september 2008. Misjafnt er hvaða veð liggja að baki lánunum, en þau eru allt frá persónulegri ábyrgð eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra. Samkvæmt heimildum fréttastofu nam heildarupphæð útlánasafns bankans í Lundúnum rúmum 731 milljarði íslenskra króna við bankahrunið á síðasta ári. Hér má sjá landfræðilega skiptingu lánanna. Mestur hluti þeirra fór til Breltands en vænn skerfur fór einnig til Hollands, Þýskalands og Frakklands. Um 8,40% af útlánunum fóru til Íslands en þó fóru um 18% af heildarútlánum til íslensku útrásarinnar eða um 130 milljarðar íslenskra króna. Sé litið til hvaða geira útlánin fóru má sjá að flest fóru lánin til fyrirtækja í smásölu, þjónustu og lyfjafyrirtækja. Mestur hluti lánanna var lánaður til eignarhaldsfélaga og var misjafnt hvaða veð lágu að baki. Þau voru allt frá persónulegum ábyrgðum eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra sem eru verðlaus fari fyrirtækið í þrot. Útlánaaukningin var gríðarlega mikil frá janúar 2006 til september 2008 þegar bankinn fór í þrot. Í byrjun janúar 2006 námu heildarútlánin rúmum 200 milljörðum en þau tæplega fjórfölduðust á þessum rúmum tveimur árum og enduðu í rúmum 731 milljarði íslenskra króna.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira