Á flótta undan flensunni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. nóvember 2009 06:00 Ég hrekk við og missi næstum brennheitt kaffið niður á mig þegar maðurinn við hliðina á mér hnerrar skyndilega. Þetta var kraftmikill hnerri og maðurinn hélt ekkert aftur af sér. Ég sé að fleirum en mér hefur brugðið, fullorðin kona á borði við gluggann horfir stóreyg á manninn þar sem hann þurrkar sér í vasaklútinn, muldrandi eitthvað um „bölvað kvefið". Ég held niðri í mér andanum og þríf úlpuna af stólbakinu. Ég klára ekki einu sinni úr kaffibollanum heldur dríf mig út undir ferskt loft og dreg ekki aftur andann fyrr en ég er komin fyrir húshornið. Hvað var ég að asnast þetta á kaffihús í miðjum heimsfaraldrinum? bölva ég sjálfri mér í huganum. Það síðasta sem ég las í blaðinu áður en maðurinn hnerraði, var einmitt að svínaflensan virtist leggjast sérstaklega hart á Íslendinga, nóg er nú samt! Ég tek stefnuna heim, það er ekkert vit í að vera á ferðinni meðal fólks núna. Ég ákveð að ganga þennan spöl frekar en taka strætó þótt rigningin dynji á malbikinu. Ég þori ekki að sitja lokuð inni í bíl með ókunnugu fólki, maður veit aldrei hvernig heilsufarsástandið er á hinum farþegunum. Neðar í götunni vík ég mér fimlega undan erlendum túristum í litríkum regnslám sem reyna að spyrja mig til vegar. Hver veit nema þeir hafi borið með sér svínaflensuna frá heimalandinu. Eins tek ég stóran sveig fram hjá hópi skólabarna sem kemur askvaðandi á móti mér, það vita allir að börn eru gangandi gróðrarstía. Ég er farin að óttast svínaflensuna meira en nokkuð annað. Ég er sem hengd upp á þráð, sný mér undan ef á mig er yrt, hrekk til við minnsta hósta og skelli hiklaust á fólk ef það svo mikið sem ræskir sig í símann. Það er aldrei of varlega farið. Ég skrúbba á mér hendurnar upp úr spritti og fletti blöðunum margsinnis á hverjum degi í von um að rekast á fyrirsögnina „Nægt bóluefni komið til landsins, almenningur bólusettur í dag". Á fésbókinni fylgist ég í örvæntingu með hvernig vinirnir falla einn af öðrum fyrir svínaflensunni og ég veit að hringurinn fer að þrengjast. Ég slepp varla mikið lengur, get hvergi falið mig. Og þó! Í flýti hendi ég niður í tösku og endasendist upp í afskekkta sveit norðan heiða. Nú þakka ég fyrir að ekki náðist að malbika hingað upp eftir í góðærinu, eins og stóð til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Ég hrekk við og missi næstum brennheitt kaffið niður á mig þegar maðurinn við hliðina á mér hnerrar skyndilega. Þetta var kraftmikill hnerri og maðurinn hélt ekkert aftur af sér. Ég sé að fleirum en mér hefur brugðið, fullorðin kona á borði við gluggann horfir stóreyg á manninn þar sem hann þurrkar sér í vasaklútinn, muldrandi eitthvað um „bölvað kvefið". Ég held niðri í mér andanum og þríf úlpuna af stólbakinu. Ég klára ekki einu sinni úr kaffibollanum heldur dríf mig út undir ferskt loft og dreg ekki aftur andann fyrr en ég er komin fyrir húshornið. Hvað var ég að asnast þetta á kaffihús í miðjum heimsfaraldrinum? bölva ég sjálfri mér í huganum. Það síðasta sem ég las í blaðinu áður en maðurinn hnerraði, var einmitt að svínaflensan virtist leggjast sérstaklega hart á Íslendinga, nóg er nú samt! Ég tek stefnuna heim, það er ekkert vit í að vera á ferðinni meðal fólks núna. Ég ákveð að ganga þennan spöl frekar en taka strætó þótt rigningin dynji á malbikinu. Ég þori ekki að sitja lokuð inni í bíl með ókunnugu fólki, maður veit aldrei hvernig heilsufarsástandið er á hinum farþegunum. Neðar í götunni vík ég mér fimlega undan erlendum túristum í litríkum regnslám sem reyna að spyrja mig til vegar. Hver veit nema þeir hafi borið með sér svínaflensuna frá heimalandinu. Eins tek ég stóran sveig fram hjá hópi skólabarna sem kemur askvaðandi á móti mér, það vita allir að börn eru gangandi gróðrarstía. Ég er farin að óttast svínaflensuna meira en nokkuð annað. Ég er sem hengd upp á þráð, sný mér undan ef á mig er yrt, hrekk til við minnsta hósta og skelli hiklaust á fólk ef það svo mikið sem ræskir sig í símann. Það er aldrei of varlega farið. Ég skrúbba á mér hendurnar upp úr spritti og fletti blöðunum margsinnis á hverjum degi í von um að rekast á fyrirsögnina „Nægt bóluefni komið til landsins, almenningur bólusettur í dag". Á fésbókinni fylgist ég í örvæntingu með hvernig vinirnir falla einn af öðrum fyrir svínaflensunni og ég veit að hringurinn fer að þrengjast. Ég slepp varla mikið lengur, get hvergi falið mig. Og þó! Í flýti hendi ég niður í tösku og endasendist upp í afskekkta sveit norðan heiða. Nú þakka ég fyrir að ekki náðist að malbika hingað upp eftir í góðærinu, eins og stóð til.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun