Ekki var gengið frá félagaskiptum argentínska sóknarmannsins Javier Saviola í Portsmouth áður en glugganum var lokað klukkan 17.
Það er því ljóst að hann verður út leiktíðina hjá Real Madrid þar sem hans hlutverk hefur aðallega verið bundið við varamannabekkinn.