Rússar vilja hraða samningum um aðild þeirra að WTO 30. maí 2009 11:00 Stefán Jóhannesson sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu segir að Rússar vilji hraða samningum um aðild þeirra að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Stefán gengir nú formennsku í vinnuhópi ESB í aðildarviðræðunum.Reuters greinir frá því að samningaviðræðurnar séu nú að komast á næsta stig þar sem boðaður hefur verið fundur í næstu viku með háttsettum embættismönnum ESB, Bandaríkjanna og Rússlands. Í þeim taka þátt Catherine Ashton viðskiptastjóri ESB, Ron Kirk fulltrúi bandaríska viðskiptaráðuneytisins og Elvira Nabiullina efnahagsmálaráðherra Rússlands.Stefán segir í samtali við Reuters að góður gangur hafi verið í aðildarviðræðunum hingað til en fundað var í þessari viku um málið. „Árangur hefur náðst í uppkasti að samningi við Rússa í sex meginatriðum," segir Stefán. „Ég held að menn vilji hraða þessu máli, einkum Rússar."Reuters hefur það eftir ónefndum embættismanni að fyrrgreindur fundur eigi að leiða í ljós hvort ekki sé hægt að koma aðildarviðræðunum á lokastig og ganga frá lausum endum sem fyrst.Rússland hefur í yfir áratug reynt að gerast meðlimur í WTO, sem nú telur 153 þjóðir. Aðild þeirra hefur einkum strandað á andstöðu Bandaríkjanna en allar þjóðirnar verða að samþykkja umsókn nýrra þjóða að stofnuninni.Eitt af þeim deilumálum sem leysa þarf nú er bann Rússa við innflutningi á ýmsum kjötvörum frá Bandaríkjunum vegna óttans af svínaflensunni. Bandaríkjamenn hafa mótmælt þessu banni og segja að það byggi ekki á neinum vísindalegum rökum. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stefán Jóhannesson sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu segir að Rússar vilji hraða samningum um aðild þeirra að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Stefán gengir nú formennsku í vinnuhópi ESB í aðildarviðræðunum.Reuters greinir frá því að samningaviðræðurnar séu nú að komast á næsta stig þar sem boðaður hefur verið fundur í næstu viku með háttsettum embættismönnum ESB, Bandaríkjanna og Rússlands. Í þeim taka þátt Catherine Ashton viðskiptastjóri ESB, Ron Kirk fulltrúi bandaríska viðskiptaráðuneytisins og Elvira Nabiullina efnahagsmálaráðherra Rússlands.Stefán segir í samtali við Reuters að góður gangur hafi verið í aðildarviðræðunum hingað til en fundað var í þessari viku um málið. „Árangur hefur náðst í uppkasti að samningi við Rússa í sex meginatriðum," segir Stefán. „Ég held að menn vilji hraða þessu máli, einkum Rússar."Reuters hefur það eftir ónefndum embættismanni að fyrrgreindur fundur eigi að leiða í ljós hvort ekki sé hægt að koma aðildarviðræðunum á lokastig og ganga frá lausum endum sem fyrst.Rússland hefur í yfir áratug reynt að gerast meðlimur í WTO, sem nú telur 153 þjóðir. Aðild þeirra hefur einkum strandað á andstöðu Bandaríkjanna en allar þjóðirnar verða að samþykkja umsókn nýrra þjóða að stofnuninni.Eitt af þeim deilumálum sem leysa þarf nú er bann Rússa við innflutningi á ýmsum kjötvörum frá Bandaríkjunum vegna óttans af svínaflensunni. Bandaríkjamenn hafa mótmælt þessu banni og segja að það byggi ekki á neinum vísindalegum rökum.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira