Fjarri viftum og tölvuskjám Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 30. júní 2009 06:00 Það er víst haft fyrir satt að sumarið nú hafi átt lélegustu innkomu í líf sólþyrstra Íslendinga í einn og hálfan áratug. Þetta las ég í það minnsta á fréttavefnum pressan.is og varð þó nokkuð hissa. Í fyrsta sinn frá því ég var barn að leik við læki og á melum og í móum hafði mér tekist að taka lit sem ekki var ættaður frá ströndum sólarlanda eða ljósabekkja, nú eða kemískum áburði. Þegar ég virði spegilmynd mína fyrir mér þessa dagana vakna upp hugrenningar um lýsingar skálda á búsældarlegum bóndadætrum, handarbök mín eru brún, andlitið rjótt og hugur minn hefur meðtekið margt annað og skemmtilegra en niðurdrepandi fréttir og leiðinlegt blogg sem allt virðist hefjast á setningunni „Er þetta skjaldborgin um heimilin?". Vissulega hugsa ég daglega um Icesave,eins og vesalings Björgólfur Thor á skrifstofunni sinni í London, en annars hef verið að rifna úr hamingju undanfarið og helst þakkað blíðskaparveðrinu í maí og júní þau hughrif. Nei sumarið hefur í mínum huga verið það allra dásamlegasta og viðburðaríkasta sem ég hef reynt í áraraðir og reyndar það fyrsta sem ég hef getað notið til fulls í áraraðir fjarri vinnu og hversdagsbaksi heldur með góða skó á fótum, lipran gönguvagn fyrir framan mig, stillt barn ofan í honum, annað óþekkara við hlið manns míns, með vegahandbók við höndina og nesti í mal. Þannig búin virðist bara sjálf gleðin ljúkast upp og skyndilega er maður farinn að spjalla við skemmtilega danska konu á Þingeyri og belgískan mann hennar um hvernig eigi að opna kaffihús í ævagömlu húsi, dást að lopapeysum eða fjörusteinum á Ingjaldsandi eða lesa sér til um jarðfræði á Þingvöllum eða Suðurnesjum. Lúnum og leiðum skriftstofuþrælum sem velta því fyrir sér að steypa sér í skuldir fyrir ferð á sólarströnd, þar sem baguette brauð ku víst kosta 500 karl íslenskan um þessar mundir, vegna þess að kvikasilfrið í hitamælinum hefur ekki stigið sérstaklega hátt upp að undanförnu eru beðnir um að hafa ekki áhyggjur heldur lesa falleg kvæði um smaladrengi og láta sig hlakka til ferða innanlands nú eða bara drífið sig í stutta ferð eftir vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun
Það er víst haft fyrir satt að sumarið nú hafi átt lélegustu innkomu í líf sólþyrstra Íslendinga í einn og hálfan áratug. Þetta las ég í það minnsta á fréttavefnum pressan.is og varð þó nokkuð hissa. Í fyrsta sinn frá því ég var barn að leik við læki og á melum og í móum hafði mér tekist að taka lit sem ekki var ættaður frá ströndum sólarlanda eða ljósabekkja, nú eða kemískum áburði. Þegar ég virði spegilmynd mína fyrir mér þessa dagana vakna upp hugrenningar um lýsingar skálda á búsældarlegum bóndadætrum, handarbök mín eru brún, andlitið rjótt og hugur minn hefur meðtekið margt annað og skemmtilegra en niðurdrepandi fréttir og leiðinlegt blogg sem allt virðist hefjast á setningunni „Er þetta skjaldborgin um heimilin?". Vissulega hugsa ég daglega um Icesave,eins og vesalings Björgólfur Thor á skrifstofunni sinni í London, en annars hef verið að rifna úr hamingju undanfarið og helst þakkað blíðskaparveðrinu í maí og júní þau hughrif. Nei sumarið hefur í mínum huga verið það allra dásamlegasta og viðburðaríkasta sem ég hef reynt í áraraðir og reyndar það fyrsta sem ég hef getað notið til fulls í áraraðir fjarri vinnu og hversdagsbaksi heldur með góða skó á fótum, lipran gönguvagn fyrir framan mig, stillt barn ofan í honum, annað óþekkara við hlið manns míns, með vegahandbók við höndina og nesti í mal. Þannig búin virðist bara sjálf gleðin ljúkast upp og skyndilega er maður farinn að spjalla við skemmtilega danska konu á Þingeyri og belgískan mann hennar um hvernig eigi að opna kaffihús í ævagömlu húsi, dást að lopapeysum eða fjörusteinum á Ingjaldsandi eða lesa sér til um jarðfræði á Þingvöllum eða Suðurnesjum. Lúnum og leiðum skriftstofuþrælum sem velta því fyrir sér að steypa sér í skuldir fyrir ferð á sólarströnd, þar sem baguette brauð ku víst kosta 500 karl íslenskan um þessar mundir, vegna þess að kvikasilfrið í hitamælinum hefur ekki stigið sérstaklega hátt upp að undanförnu eru beðnir um að hafa ekki áhyggjur heldur lesa falleg kvæði um smaladrengi og láta sig hlakka til ferða innanlands nú eða bara drífið sig í stutta ferð eftir vinnu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun