Tiger Woods og Elin, eiginkona hans, eignuðust sitt annað barn nú á sunnudaginn - soninn Charlie Axel Woods.
Woods sagði að bæði móður og barni heilsast vel og þakkaði hann fyrir þær heillaóskir sem fjölskyldunni hefur borist. Fyrir eiga þó dótturina Sam Alexis sem fæddist í júní árið 2007.
Woods hefur ekki keppt vegna meiðsla síðan hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistarmótinu í júní síðastliðnum en hann stefnir á að keppa á Masters-mótinu í apríl. Hann ætlar einnig að reyna að keppa á smærri mótum þangað til, jafnvel strax síðar í mánuðinum.
„Ég ætla að taka eitt mót fyrir í einu. Það verður nóg að gera þegar að barnið kemur í heiminn. Það tekur forgang fyrir öllu," sagði hann á heimasíðu sinni í síðustu viku.