FIH bankinn fær danska ríkisábyrgð að 1.200 milljörðum 3. júlí 2009 15:43 FIH bankinn í Danmörku, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, hefur fengið ríkisábyrgð frá danska ríkinu. Danska fjármálaeftirlitið tilkynnti þetta í dag en um er að ræða rammasamning upp á allt að 50 milljarða danskra kr. eða um 1.200 milljarða kr. Samningur þessi er viðauki við svokallaðan Bankpakke I sem er aðstoð danskra stjórnvalda við þarlenda banka í fjármálakreppunni. „Ábyrgðin þýðir að FIH Erhvervsbank getur á næstu árum veitt lán og gefið út skuldabréf með ríkisábyrgð með allt að þriggja ára líftíma," segir í tilkynningu frá FIH um málið. „Þessi lán og bréf verða með sama lánshæfismat og er á danska ríkinu." Þetta þýðir að lánshæfismatið verður Aaa og AAA á þessum lánum og bréfum FIH. Það er matið hjá bæði Moody´s og Standard & Poors. FIH reiknar með að veita fyrstu lánin frá og með þriðja ársfjórðungi. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
FIH bankinn í Danmörku, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, hefur fengið ríkisábyrgð frá danska ríkinu. Danska fjármálaeftirlitið tilkynnti þetta í dag en um er að ræða rammasamning upp á allt að 50 milljarða danskra kr. eða um 1.200 milljarða kr. Samningur þessi er viðauki við svokallaðan Bankpakke I sem er aðstoð danskra stjórnvalda við þarlenda banka í fjármálakreppunni. „Ábyrgðin þýðir að FIH Erhvervsbank getur á næstu árum veitt lán og gefið út skuldabréf með ríkisábyrgð með allt að þriggja ára líftíma," segir í tilkynningu frá FIH um málið. „Þessi lán og bréf verða með sama lánshæfismat og er á danska ríkinu." Þetta þýðir að lánshæfismatið verður Aaa og AAA á þessum lánum og bréfum FIH. Það er matið hjá bæði Moody´s og Standard & Poors. FIH reiknar með að veita fyrstu lánin frá og með þriðja ársfjórðungi.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira