Hæstaréttardómarar hugsanlega vanhæfir Ingimar Karl Helgason skrifar 15. desember 2009 18:40 Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu alla dómara við Hæstarétt og að minnsta kosti tveir þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Fjórir af níu dómurum í Hæstarétti gætu orðið vanhæfir til að dæma í málum sem tengjast bankahruninu. Níu dómarar sitja í Hæstarétti. Hann er æðsti dómstóll landsins. Dómararnir sem nú skipa réttinn eiga að minnsta kosti tvennt sameiginlegt. Þeir eru allir lögfræðingar og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu þá alla. Garðar Gíslason var skipaður dómari í desember 1991. Þorsteinn Pálsson var þá nýlega orðinn dómsmálaráðherra. Þorsteinn skipaði svo Gunnlaug Claessen 94 og Markús Sigurbjörnsson sama ár. Svo kom Sólveig Pétursdóttir í ráðuneytið og skipaði Árna Kolbeinsson haustið 2000 og árið eftir, Ingibjörgu Benediktsdóttur. Björn Bjarnason skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson árið 2003. Árið eftir var Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í Hæstarétt. Geir skipaði svo Hjördísi Björk Hákonardóttur 2006 og loks skipaði Björn Pál Hreinsson í hittiðfyrra. Davíð Oddsson var forsætisráðherra framan af þessum tíma. Að minnsta kosti tveir þessara dómara hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón Steinar hefur setið í stjórn Heimdallar og Sambands ungra Sjálfstæðismanna, og Gunnlaugur Claessen, sem samkvæmt Heimdalli sat þar í stjórn árin 1965 til 67, meðal annars ásamt Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbankans. Fjórir dómaranna kynnu að verða vanhæfir til að dæma í málum tengdum bankahruninu, komi þau til kasta réttarins. Páll Hreinsson, stýrir Rannsóknarnefnd Alþingis, en mál þaðan kynnu að verða grundvöllur saksóknar. Þá eru málefni Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara og kynnu að fara fyrir dómstóla. Fari svo má ætla að Árni Kolbeinsson og hugsanlega Jón Steinar gætu orðið vanhæfir vegna persónulegra tengsla við hann. Færi svo að höfðað yrði skaðabótamál á hendur þeim sem teljast hafa unnið ríkinu tjón í aðdragana bankahrunsins, eins og er til skoðunar í fjármálaráðuneyti, er ekki útilokað að Seðlabankastjórar fengju stefnu. Það kynni aftur að gera Ólaf Börk Þorvaldsson vanhæfan, vegna fjölskyldutengsla við Davíð Oddsson. Um vanhæfi dómara gilda lög þar sem meðal annars ef fjallað um skyldleika og aðrar aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni dómara með réttu í efa. Rétt er að halda því til haga að fréttastofu er ekki kunnugt um nein dæmi þess að því hafi verið haldið fram með rökum að dómarar við réttinn hafi dregið taum Sjálfstæðisflokksins í dómum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu alla dómara við Hæstarétt og að minnsta kosti tveir þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Fjórir af níu dómurum í Hæstarétti gætu orðið vanhæfir til að dæma í málum sem tengjast bankahruninu. Níu dómarar sitja í Hæstarétti. Hann er æðsti dómstóll landsins. Dómararnir sem nú skipa réttinn eiga að minnsta kosti tvennt sameiginlegt. Þeir eru allir lögfræðingar og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu þá alla. Garðar Gíslason var skipaður dómari í desember 1991. Þorsteinn Pálsson var þá nýlega orðinn dómsmálaráðherra. Þorsteinn skipaði svo Gunnlaug Claessen 94 og Markús Sigurbjörnsson sama ár. Svo kom Sólveig Pétursdóttir í ráðuneytið og skipaði Árna Kolbeinsson haustið 2000 og árið eftir, Ingibjörgu Benediktsdóttur. Björn Bjarnason skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson árið 2003. Árið eftir var Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í Hæstarétt. Geir skipaði svo Hjördísi Björk Hákonardóttur 2006 og loks skipaði Björn Pál Hreinsson í hittiðfyrra. Davíð Oddsson var forsætisráðherra framan af þessum tíma. Að minnsta kosti tveir þessara dómara hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón Steinar hefur setið í stjórn Heimdallar og Sambands ungra Sjálfstæðismanna, og Gunnlaugur Claessen, sem samkvæmt Heimdalli sat þar í stjórn árin 1965 til 67, meðal annars ásamt Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbankans. Fjórir dómaranna kynnu að verða vanhæfir til að dæma í málum tengdum bankahruninu, komi þau til kasta réttarins. Páll Hreinsson, stýrir Rannsóknarnefnd Alþingis, en mál þaðan kynnu að verða grundvöllur saksóknar. Þá eru málefni Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara og kynnu að fara fyrir dómstóla. Fari svo má ætla að Árni Kolbeinsson og hugsanlega Jón Steinar gætu orðið vanhæfir vegna persónulegra tengsla við hann. Færi svo að höfðað yrði skaðabótamál á hendur þeim sem teljast hafa unnið ríkinu tjón í aðdragana bankahrunsins, eins og er til skoðunar í fjármálaráðuneyti, er ekki útilokað að Seðlabankastjórar fengju stefnu. Það kynni aftur að gera Ólaf Börk Þorvaldsson vanhæfan, vegna fjölskyldutengsla við Davíð Oddsson. Um vanhæfi dómara gilda lög þar sem meðal annars ef fjallað um skyldleika og aðrar aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni dómara með réttu í efa. Rétt er að halda því til haga að fréttastofu er ekki kunnugt um nein dæmi þess að því hafi verið haldið fram með rökum að dómarar við réttinn hafi dregið taum Sjálfstæðisflokksins í dómum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira