Fjölskylda bílasala í Köge græddi 14 milljarða á skortsölu 9. mars 2009 10:52 Fjölskylda fyrrum bílasala í Köge á Sjálandi í Danmörku græddi 700 milljónir danskra kr. eða tæplega 14 milljarða kr. á skortsölu á danska hlutabréfamarkaðinum á síðasta ári. Bílasalinn Allan F. Andersen og fjölskylda hans stofnuðu fjárfestingarfélag fyrir nokkrum árum og töpuðu töluverðum peningum á því. Var staða þess um áramótin 2007/2008 við núllið. Þá ákvað fjölskyldan að taka skortstöðu í danska hlutabréfamarkaðinum nær allt síðasta ár. Niðurstaðan um síðustu áramót var sú að fjölskyldufélagið var með eiginfjárstöðu upp á 1,2 milljarða danskra kr. en skuldir á móti námu 481 milljónum danskra kr. Hreinn hagnaður sum sé 700 milljónir dankra kr. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að danski hlutabréfamarkaðurinn hafi fallið um 46% á síðasta ári og á því hafi fjölskyldan hagnast vel. Hinsvegar er tekið fram að yfirleitt séu vogunarsjóðir í áhættufjárfestingum af þessu tagi en ekki fjölskylda frá smábæ á Sjálandi. Skortsala er sem kunnugt er ef menn fá hlutabréf lánuð til einhvers tíma en selja þau strax. Ef gengi þeirra fellur fram að afhendingartímanum hagnast sá sem fékk bréfin lánuð sem nemur mismuninum. Ef bréfin hækka í verði tapar hann að sama skapi. Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjölskylda fyrrum bílasala í Köge á Sjálandi í Danmörku græddi 700 milljónir danskra kr. eða tæplega 14 milljarða kr. á skortsölu á danska hlutabréfamarkaðinum á síðasta ári. Bílasalinn Allan F. Andersen og fjölskylda hans stofnuðu fjárfestingarfélag fyrir nokkrum árum og töpuðu töluverðum peningum á því. Var staða þess um áramótin 2007/2008 við núllið. Þá ákvað fjölskyldan að taka skortstöðu í danska hlutabréfamarkaðinum nær allt síðasta ár. Niðurstaðan um síðustu áramót var sú að fjölskyldufélagið var með eiginfjárstöðu upp á 1,2 milljarða danskra kr. en skuldir á móti námu 481 milljónum danskra kr. Hreinn hagnaður sum sé 700 milljónir dankra kr. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að danski hlutabréfamarkaðurinn hafi fallið um 46% á síðasta ári og á því hafi fjölskyldan hagnast vel. Hinsvegar er tekið fram að yfirleitt séu vogunarsjóðir í áhættufjárfestingum af þessu tagi en ekki fjölskylda frá smábæ á Sjálandi. Skortsala er sem kunnugt er ef menn fá hlutabréf lánuð til einhvers tíma en selja þau strax. Ef gengi þeirra fellur fram að afhendingartímanum hagnast sá sem fékk bréfin lánuð sem nemur mismuninum. Ef bréfin hækka í verði tapar hann að sama skapi.
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira