Rio Ferdiandn var fluttur á sjúkrahús í kvöld eftir að hann fór meiddur af vell í leik Manchester United og Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Ferdinand lenti í samstuði við félaga sinn, markvörðinn Edwin van der Sar, þegar að United var að verjast aukaspyrnu Arsenal í síðari hálfleik.
„Hann er með brákað rifbein hægra megin," sagði Alex Ferguson, stjóri United, eftir leikinn. „Það varúðarráðstöfun að flytja hann upp á sjúkrahús og vonandi er ekkert brotið. Ef leikmaður meiðist með þessum hætti verður hann frá í tvær til þrjár vikur."
„Við þurfum að bíða og sjá hverjar niðurstöðurnar verða," bætti Ferguson við.