Mikill munur er á verðþróun íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis í Danmörku ef marka má frétt Business.dk. Á síðasta ársfjórðungi hefur verð á sumarhúsum haldist óbreytt en það hefur fallið um fjögur prósent á síðasta ári. Á sama tímabili hefur sérbýli og lúxushúsnæði fallið í verði um 13% og íbúðarhúsnæði hefur fallið um 9%.
Það er þó mikill mismunur á verðþróun frístundahúsa frá svæði til svæðis. Mest hefur verðið fallið á sumarhúsum á Austur-Sjálandi eða á Kaupmannahafnarsvæðinu, eða um 12% á síðasta ári. Aftur á móti hefur verðið hækkað lítillega á öðrum stöðum.
„Tölurnar sýna að verð á frístundahúsnæði hefur lækkað undanfarið ár. En ef við lítum á síðustu þrjá mánuði er verðið eiginlega óbreytt. Í raun höfum við séð fram á verðhækkun á einstökum svæðum, meðal annars hefur verð hækkað á Norður-Sjálandi, í Kaupmannahöfn og í Bornholm," segir Birgit Daetz, upplýsingafulltrúi hjá Boligsiden.dk.
