Í jaðri þjónustusvæðis Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 18. ágúst 2009 06:00 Við tókum strax eftir honum. Stelpurnar voru fyrri til og brátt var öll hersingin farin að fylgjast með manninum, sá ákafasti dró upp sjónauka til að kíkja á hann. Atferlisrannsóknir var þessi gægjuþörf kölluð enda maðurinn snöggt undir miðjum aldri sérkennilegur í háttum þar sem hann stjáklaði fram og til baka eftir nokkuð langri göngulínu og vék sér stundum út af línunni snöggt eins og hann væri að missa af einhverju þarna á sandinum. Það var vinur minn með sjónaukann sem leysti gátuna. Þá var maðurinn búinn að stappa í tvígang, fórna höndum einu sinni og var þess á milli alltaf lotlegri og lotlegri þegar hann gáði andartak niður fyrir sig: jú hann var að reyna að hringja í símann sinn, ná sambandi og halda því. Og um leið skiptist hópurinn í þá sem höfðu ríka samúð með manngreyinu og hinum sem sýndu kalda fordæmingu á að maðurinn skyldi ekki geta verið án síma á öræfum dagspart þegar ljómi almættisins sindraði allt í kringum hann í grænum vikrinum og sólin skein dátt milli rigningarskúranna. Ákafamenn um mannlegan kontakt í loftinu skildu vanda hans strax. Varla vorum við komin á svæðið og búið að rýma bílana af öllu til nætursetu en símafólkið tékkaði á signalinu og sá að það var nær ekkert, hvernig sem var leitað. Þessi piltur var enn að reyna og hafði ráfað út í auðnina til að sinna kalli um samband við umheiminn. Og gekk illa. Þessvegna var rápað, stappað, starað á jörð og leitað árangurslítið að heita blettinum sem hélt svo illa sambandinu. Og á svipstundu varð ljóst að menn eiga að skilja símana sína eftir þegar lagt er á fjöll eða sitja heima. Þegar til þess kemur í sparnaðaraðgerðum að símakostnaður verður skorinn niður á heimilum og þessu símhringingarugli verður hætt, óþarfinn klipptur af, verð ég manna glaðastur. Sú uppfinning að gefa mönnum kost á látlausu sambandi hvar sem er, hefur aðeins gert eitt: símafyrirtækin geta plokkað af þér enn meiri pening en áður og enn meiri tími fer í kjaftæði þeirra sem af því þjást. Upp er risin í landinu ekki ein kynslóð heldur margar sem sóa fjármunum í erindisleysu. Símafyrirtækin munu gera allt sem í þeirra valdi er til að sannfæra almenning um að masið sé lífsnauðsynlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun
Við tókum strax eftir honum. Stelpurnar voru fyrri til og brátt var öll hersingin farin að fylgjast með manninum, sá ákafasti dró upp sjónauka til að kíkja á hann. Atferlisrannsóknir var þessi gægjuþörf kölluð enda maðurinn snöggt undir miðjum aldri sérkennilegur í háttum þar sem hann stjáklaði fram og til baka eftir nokkuð langri göngulínu og vék sér stundum út af línunni snöggt eins og hann væri að missa af einhverju þarna á sandinum. Það var vinur minn með sjónaukann sem leysti gátuna. Þá var maðurinn búinn að stappa í tvígang, fórna höndum einu sinni og var þess á milli alltaf lotlegri og lotlegri þegar hann gáði andartak niður fyrir sig: jú hann var að reyna að hringja í símann sinn, ná sambandi og halda því. Og um leið skiptist hópurinn í þá sem höfðu ríka samúð með manngreyinu og hinum sem sýndu kalda fordæmingu á að maðurinn skyldi ekki geta verið án síma á öræfum dagspart þegar ljómi almættisins sindraði allt í kringum hann í grænum vikrinum og sólin skein dátt milli rigningarskúranna. Ákafamenn um mannlegan kontakt í loftinu skildu vanda hans strax. Varla vorum við komin á svæðið og búið að rýma bílana af öllu til nætursetu en símafólkið tékkaði á signalinu og sá að það var nær ekkert, hvernig sem var leitað. Þessi piltur var enn að reyna og hafði ráfað út í auðnina til að sinna kalli um samband við umheiminn. Og gekk illa. Þessvegna var rápað, stappað, starað á jörð og leitað árangurslítið að heita blettinum sem hélt svo illa sambandinu. Og á svipstundu varð ljóst að menn eiga að skilja símana sína eftir þegar lagt er á fjöll eða sitja heima. Þegar til þess kemur í sparnaðaraðgerðum að símakostnaður verður skorinn niður á heimilum og þessu símhringingarugli verður hætt, óþarfinn klipptur af, verð ég manna glaðastur. Sú uppfinning að gefa mönnum kost á látlausu sambandi hvar sem er, hefur aðeins gert eitt: símafyrirtækin geta plokkað af þér enn meiri pening en áður og enn meiri tími fer í kjaftæði þeirra sem af því þjást. Upp er risin í landinu ekki ein kynslóð heldur margar sem sóa fjármunum í erindisleysu. Símafyrirtækin munu gera allt sem í þeirra valdi er til að sannfæra almenning um að masið sé lífsnauðsynlegt.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun