Seðlabanki Sviss vill herða reglur, óttast íslenskt hrun 19. júní 2009 10:55 Seðlabanki Sviss (SNB) vill herða reglur um starfssemi stærstu banka landsins og jafnframt fá völd til að grípa inn í rekstur þeirra með afgerandi hætti. Að sögn Reuters er þetta tilkomið vegna ótta SNB um að bankakerfi landsins hrynji eins og gerðist á Íslandi s.l. haust. Framgreint kemur fram í nýrri skýrslu SNB um fjármálastöðugleika Sviss. Tveir stærstu bankar landsins, UBS og Credit Suisse, eru enn í verulegum vandræðum samkvæmt mati SNB sem vill fá vald til að búta þá niður í smærri einingar af staða þeirra ógnar efnahag landsins. Í vetur munaði engu að UBS færi á hliðina en UBS og Credit Suisse eru með efnahagsreikning upp á 3 trilljónir dollara, um 380 þúsund milljarða kr., sem er sexföld landsframleiðsla Sviss. Þar af leiðandi er Sviss í meiri hættu gagnvart bankakerfi sínu en nokkur önnur þjóð. Sviss hefur verið í kreppu frá miðju síðasta ári en Jean-Pierre Roth bankastjóri SNB segir að stöðugleiki sé að komast á efnahag landsins að nýju þótt staðan sé enn brothætt. „Áhættan er greinilega enn til staðar á frekari niðursveiflu," segir hann. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Seðlabanki Sviss (SNB) vill herða reglur um starfssemi stærstu banka landsins og jafnframt fá völd til að grípa inn í rekstur þeirra með afgerandi hætti. Að sögn Reuters er þetta tilkomið vegna ótta SNB um að bankakerfi landsins hrynji eins og gerðist á Íslandi s.l. haust. Framgreint kemur fram í nýrri skýrslu SNB um fjármálastöðugleika Sviss. Tveir stærstu bankar landsins, UBS og Credit Suisse, eru enn í verulegum vandræðum samkvæmt mati SNB sem vill fá vald til að búta þá niður í smærri einingar af staða þeirra ógnar efnahag landsins. Í vetur munaði engu að UBS færi á hliðina en UBS og Credit Suisse eru með efnahagsreikning upp á 3 trilljónir dollara, um 380 þúsund milljarða kr., sem er sexföld landsframleiðsla Sviss. Þar af leiðandi er Sviss í meiri hættu gagnvart bankakerfi sínu en nokkur önnur þjóð. Sviss hefur verið í kreppu frá miðju síðasta ári en Jean-Pierre Roth bankastjóri SNB segir að stöðugleiki sé að komast á efnahag landsins að nýju þótt staðan sé enn brothætt. „Áhættan er greinilega enn til staðar á frekari niðursveiflu," segir hann.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira