Dauðalisti tungumálsins 17. október 2009 00:01 Gamall kennari minn í íslensku, Bergljót Kristjánsdóttir, tók það sérstaklega fram eitt sinn í tíma að hún vildi láta kalla sig kellingu. Hún væri kelling og kelling skyldi hún heita. Fólk ætti hreinlega að kalla hlutunum þeim nöfnum sem þeir hétu. Auk þess væri orðið hressandi, gamalt og gott, og hún bæri það með stolti. Þetta var góð kennsla og eftir hana hef ég kannski verið meira vakandi fyrir orðum sem við höfum talið okkur trú um að séu vond og rangt að nota. Eitt þessara orða er feitur. Við erum auðvitað ýmist hávaxin, lágvaxin, ljóshærð, dökkhærð, bláeygð, brúneygð, mjó og jú – feit. Þrátt fyrir að töluvert stór hluti þjóðarinnar sé of feitur er það sjaldan notað. Skilaboðin síðustu árin í umræðunni hafa nefnilega verið sú að ein mesta óhamingja lífsins felist í því að vera feitur. Og þú vinnur ekki neinni manneskju það til miska að lýsa henni sem feitri. Sjálf er ég í þyngri kantinum núna og hef ekkert stórar áhyggjur af því að kalla sjálfa mig feita. Ég er að vísu búin að drekka nokkra lítra af vatni þessa vikuna, stúdera fræði Atkins meðan ég narta í flögur og tek mambóspor í stofunni með Ágústu Johnson-myndbandi þegar tími gefst til. Fyrst og fremst til að komast aftur í gömlu fötin mín, enda ótrúlega dýrt að endurnýja fataskápinn. En nefni ég það við fólk að ég sé í átaki því ég sé orðin of FEIT í fötin mín sýpur fólk hveljur, klappar mér á öxlina og roðnar. Rétt eins og ég hafi sagst þjást af hvítkornafæð, ofsabjúg eða lifrarbólgu. Hvernig þetta orð komst á dauðalista tungumálsins má eflaust, eins og jú svo oft, kenna útlitsvæðingunni um. Um leið og við þykjumst vilja vinna gegn útlitsfordómum og útlitsvæðingunni förum við í hnút ef einhver segir orðið „feitur“ þannig að við erum yfirleitt stödd í mikilli mótsögn við sjálf okkur. Er svona hroðalegt að vera feitur? Mér finnst það bara frábært. Ég virðist hins vegar stödd á rangri plánetu með það að telja þetta vera í lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Gamall kennari minn í íslensku, Bergljót Kristjánsdóttir, tók það sérstaklega fram eitt sinn í tíma að hún vildi láta kalla sig kellingu. Hún væri kelling og kelling skyldi hún heita. Fólk ætti hreinlega að kalla hlutunum þeim nöfnum sem þeir hétu. Auk þess væri orðið hressandi, gamalt og gott, og hún bæri það með stolti. Þetta var góð kennsla og eftir hana hef ég kannski verið meira vakandi fyrir orðum sem við höfum talið okkur trú um að séu vond og rangt að nota. Eitt þessara orða er feitur. Við erum auðvitað ýmist hávaxin, lágvaxin, ljóshærð, dökkhærð, bláeygð, brúneygð, mjó og jú – feit. Þrátt fyrir að töluvert stór hluti þjóðarinnar sé of feitur er það sjaldan notað. Skilaboðin síðustu árin í umræðunni hafa nefnilega verið sú að ein mesta óhamingja lífsins felist í því að vera feitur. Og þú vinnur ekki neinni manneskju það til miska að lýsa henni sem feitri. Sjálf er ég í þyngri kantinum núna og hef ekkert stórar áhyggjur af því að kalla sjálfa mig feita. Ég er að vísu búin að drekka nokkra lítra af vatni þessa vikuna, stúdera fræði Atkins meðan ég narta í flögur og tek mambóspor í stofunni með Ágústu Johnson-myndbandi þegar tími gefst til. Fyrst og fremst til að komast aftur í gömlu fötin mín, enda ótrúlega dýrt að endurnýja fataskápinn. En nefni ég það við fólk að ég sé í átaki því ég sé orðin of FEIT í fötin mín sýpur fólk hveljur, klappar mér á öxlina og roðnar. Rétt eins og ég hafi sagst þjást af hvítkornafæð, ofsabjúg eða lifrarbólgu. Hvernig þetta orð komst á dauðalista tungumálsins má eflaust, eins og jú svo oft, kenna útlitsvæðingunni um. Um leið og við þykjumst vilja vinna gegn útlitsfordómum og útlitsvæðingunni förum við í hnút ef einhver segir orðið „feitur“ þannig að við erum yfirleitt stödd í mikilli mótsögn við sjálf okkur. Er svona hroðalegt að vera feitur? Mér finnst það bara frábært. Ég virðist hins vegar stödd á rangri plánetu með það að telja þetta vera í lagi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun