Moody´s: Bandaríkin halda lánshæfiseinkunn AAA 23. júní 2009 14:35 Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að Bandaríkin muni halda AAA lánshæfiseinkunn sinni en bætir við að sú einkunn kunni að vera í hættu ef bandarískum stjórnvöldum tekst ekki að draga úr opinberum skuldum sínum. Töluverður taugatitringur hefur verið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur sökum þess að ýmsir sérfræðingar töldu að Bandaríkin myndu missa AAA einkunn sína, að því er segir í frétt á Reuters um málið. „AAA einkunn Bandaríkjanna er örugg," segir Pierre Cailleteau forstjóri þeirrar matsdeildar Moody´s sem metur einkunnir ríkja á fundi um málið í Tókýó í dag en einkunnin er gefin með stöðugum horfum. Fyrir utan miklar skuldir Bandaríkjanna segir í áliti Moody´s að tvennt annað gæti ógnað AAA einkunn landsins. Annarsvegar er þar um að ræða ef vaxtakjörin á lánum Bandaríkjanna muni versna að mun og hinsvegar ef dollarinn missi stöðu sína sem helsta gjaldeyrisforðamynt heimsins. Það síðarnefnda er þó talið mjög ósennilegt. Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að Bandaríkin muni halda AAA lánshæfiseinkunn sinni en bætir við að sú einkunn kunni að vera í hættu ef bandarískum stjórnvöldum tekst ekki að draga úr opinberum skuldum sínum. Töluverður taugatitringur hefur verið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur sökum þess að ýmsir sérfræðingar töldu að Bandaríkin myndu missa AAA einkunn sína, að því er segir í frétt á Reuters um málið. „AAA einkunn Bandaríkjanna er örugg," segir Pierre Cailleteau forstjóri þeirrar matsdeildar Moody´s sem metur einkunnir ríkja á fundi um málið í Tókýó í dag en einkunnin er gefin með stöðugum horfum. Fyrir utan miklar skuldir Bandaríkjanna segir í áliti Moody´s að tvennt annað gæti ógnað AAA einkunn landsins. Annarsvegar er þar um að ræða ef vaxtakjörin á lánum Bandaríkjanna muni versna að mun og hinsvegar ef dollarinn missi stöðu sína sem helsta gjaldeyrisforðamynt heimsins. Það síðarnefnda er þó talið mjög ósennilegt.
Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira