Handjárnuð blóm Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 25. febrúar 2009 06:00 Sigurður Pálsson. Sigurður Pálsson, skáld og þýðandi, heldur í dag fyrirlestur sem hann kallar Handjárn á blómin – Vangaveltur um leikritaþýðingar. Fyrirlesturinn fer fram í Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 16.30. Sigurður ætlar einkum að ræða þýðingu sína á leikritinu …og þeir settu handjárn á blómin eftir Fernando Arrabal. Hann mun einnig víkja að öðrum leikritum sem hann hefur þýtt, einkum Svölunum eftir Jean Genet, ásamt almennum vangaveltum um þýðingastarfið. Á 35 ára ferli sem þýðandi hefur Sigurður þýtt bæði ljóð, skáldsögur, ritgerðir og leikrit. Fyrsta verkið sem hann þýddi var einmitt leikritið …og þeir settu handjárn á blómin. Leikritið fjallar um minningar, drauma og hugrenningar pólitískra fanga á Spáni, en höfundurinn sat þar sjálfur um tíma í fangelsi af pólitískum ástæðum. Í erindi sínu ræðir Sigurður fyrst og fremst um þýðingarvinnuna við þetta verk en hann mun einnig velta fyrir sér þýðingastarfinu almennt, t.d. hvort hægt sé að læra af reynslunni og þá hvernig, þegar ljóst er að hverjum texta fylgja algjörlega ný vandamál. Hann mun þó helst dvelja við sértæk vandamál sem upp koma í leikritaþýðingum. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni um þýðingar öndvegisverka og er hún haldin á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og hafa margir af þekktustu þýðendum þjóðarinnar tekið þátt í henni. Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sigurður Pálsson, skáld og þýðandi, heldur í dag fyrirlestur sem hann kallar Handjárn á blómin – Vangaveltur um leikritaþýðingar. Fyrirlesturinn fer fram í Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 16.30. Sigurður ætlar einkum að ræða þýðingu sína á leikritinu …og þeir settu handjárn á blómin eftir Fernando Arrabal. Hann mun einnig víkja að öðrum leikritum sem hann hefur þýtt, einkum Svölunum eftir Jean Genet, ásamt almennum vangaveltum um þýðingastarfið. Á 35 ára ferli sem þýðandi hefur Sigurður þýtt bæði ljóð, skáldsögur, ritgerðir og leikrit. Fyrsta verkið sem hann þýddi var einmitt leikritið …og þeir settu handjárn á blómin. Leikritið fjallar um minningar, drauma og hugrenningar pólitískra fanga á Spáni, en höfundurinn sat þar sjálfur um tíma í fangelsi af pólitískum ástæðum. Í erindi sínu ræðir Sigurður fyrst og fremst um þýðingarvinnuna við þetta verk en hann mun einnig velta fyrir sér þýðingastarfinu almennt, t.d. hvort hægt sé að læra af reynslunni og þá hvernig, þegar ljóst er að hverjum texta fylgja algjörlega ný vandamál. Hann mun þó helst dvelja við sértæk vandamál sem upp koma í leikritaþýðingum. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni um þýðingar öndvegisverka og er hún haldin á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og hafa margir af þekktustu þýðendum þjóðarinnar tekið þátt í henni.
Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira