Valdamissir og barnaleg viðbrögð Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. febrúar 2009 00:01 Bankastjórn Seðlabanka Íslands er rúin trausti á alþjóðavísu og hefur það legið fyrir síðan í haust. Ný ríkisstjórn hefur þegar tekið fyrstu skrefin í að koma bankastjórninni af og er það vel. Í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ritar seðlabankastjórunum segir að ljóst sé að traust manna á fjármálakerfi okkar hafi beðið gífurlegan hnekki. „Á það jafnt við um fjármálafyrirtækin sem starfað hafa á markaðnum og opinbera aðila, ráðuneyti og stofnanir sem hlutverk hafa haft við stjórnun og eftirlit með fjármálakerfinu og er Seðlabanki Íslands þar ekki undanskilinn." Nýi forsætisráðherrann fer þess svo á leit við bankastjórana að þeir hugleiði að biðjast lausnar sjálfir og leggjast með því „á sveif með stjórnvöldum í viðleitni þeirra til að endurvekja traust og trúverðugleika á Seðlabanka Íslands enda megi ætla að mannabreytingar einar og sér geti verið til þess fallnar". Formaður bankastjórnarinnar er erlendis og gaf ekki svar í gær, en augljóslega væri það besti kostur að bankastjórarnir legðust með á árar í að efla traust á hagstjórn landsins. Einhvers konar stríð við nýja ríkisstjórn gæti enda orðið til að rýra enn traust á landinu og auka þær byrðar sem landsmenn þurfa að bera í kjölfar hruns fjármálakerfisins hér. Nóg er nú samt. Fræðimenn og fjölmiðlar hafa margítrekað bent á þann vanda sem fylgir skorti á trúverðugleika stjórnar Seðlabankans og raunar stóralvarlegt hvað dregnar hafa verið lappirnar í nauðsynlegum umbótum þar. Viðbrögð sumra forsvarsmanna Sjálfstæðisflokksins við nýafstöðnum valdamissi og nauðsynlegum breytingum í Seðlabankanum sýna að stjórnarskiptin voru líkast til ekki umflúin, jafnvel þótt þau kölluðu á tímabundna pólitíska óvissu. Í þeim endurspeglast öngstrætið sem menn eru komnir í í túlkun sinni á aðstæðum. Sú tilhögun að skipa stjórnmálamenn í embætti seðlabankastjóra er arfleifð fyrri tíma pólitískrar fyrirgreiðslu og vanmats á mikilvægi þess embættis í hagstjórn. Barnaleg viðbrögð Geirs H. Haarde og Halldórs Blöndal, með yfirlýsingum um hatur á Davíð Oddssyni seðlabankastjóra og eineltis í garð bankastjórnarinnar eru þeim báðum til minnkunar og endurspegla ekki annað en hve ófærir þeir eru að líta í eigin barm eftir stjórnartíð þar sem aðrir hagsmunir en þjóðarhagur hafa verið hafðir í fyrirrúmi, hvort heldur það eru atvinnu- og viðskiptahagsmunir útvalinna, eða flokkshagur. Nóg er komið af því að þjóðinni sé sendur reikningurinn fyrir innanflokkskrísur stjórnmálaflokka. Staða efnahagsmála er alvarlegri en svo að hagsmunir einstaklinga (eða stjórnmálaflokka) verði teknir fram yfir þjóðarhag. Svo er bara óskandi að nýrri ríkisstjórn takist að vera samstiga í þeim verkum sem þjóðarhagur krefst að gengið verði í fram að kosningum í apríllok. Illu heilli virðist sem stærri álitamálum um hvernig hag þjóðarinnar verður best komið til lengri tíma hafi verið frestað þangað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun
Bankastjórn Seðlabanka Íslands er rúin trausti á alþjóðavísu og hefur það legið fyrir síðan í haust. Ný ríkisstjórn hefur þegar tekið fyrstu skrefin í að koma bankastjórninni af og er það vel. Í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ritar seðlabankastjórunum segir að ljóst sé að traust manna á fjármálakerfi okkar hafi beðið gífurlegan hnekki. „Á það jafnt við um fjármálafyrirtækin sem starfað hafa á markaðnum og opinbera aðila, ráðuneyti og stofnanir sem hlutverk hafa haft við stjórnun og eftirlit með fjármálakerfinu og er Seðlabanki Íslands þar ekki undanskilinn." Nýi forsætisráðherrann fer þess svo á leit við bankastjórana að þeir hugleiði að biðjast lausnar sjálfir og leggjast með því „á sveif með stjórnvöldum í viðleitni þeirra til að endurvekja traust og trúverðugleika á Seðlabanka Íslands enda megi ætla að mannabreytingar einar og sér geti verið til þess fallnar". Formaður bankastjórnarinnar er erlendis og gaf ekki svar í gær, en augljóslega væri það besti kostur að bankastjórarnir legðust með á árar í að efla traust á hagstjórn landsins. Einhvers konar stríð við nýja ríkisstjórn gæti enda orðið til að rýra enn traust á landinu og auka þær byrðar sem landsmenn þurfa að bera í kjölfar hruns fjármálakerfisins hér. Nóg er nú samt. Fræðimenn og fjölmiðlar hafa margítrekað bent á þann vanda sem fylgir skorti á trúverðugleika stjórnar Seðlabankans og raunar stóralvarlegt hvað dregnar hafa verið lappirnar í nauðsynlegum umbótum þar. Viðbrögð sumra forsvarsmanna Sjálfstæðisflokksins við nýafstöðnum valdamissi og nauðsynlegum breytingum í Seðlabankanum sýna að stjórnarskiptin voru líkast til ekki umflúin, jafnvel þótt þau kölluðu á tímabundna pólitíska óvissu. Í þeim endurspeglast öngstrætið sem menn eru komnir í í túlkun sinni á aðstæðum. Sú tilhögun að skipa stjórnmálamenn í embætti seðlabankastjóra er arfleifð fyrri tíma pólitískrar fyrirgreiðslu og vanmats á mikilvægi þess embættis í hagstjórn. Barnaleg viðbrögð Geirs H. Haarde og Halldórs Blöndal, með yfirlýsingum um hatur á Davíð Oddssyni seðlabankastjóra og eineltis í garð bankastjórnarinnar eru þeim báðum til minnkunar og endurspegla ekki annað en hve ófærir þeir eru að líta í eigin barm eftir stjórnartíð þar sem aðrir hagsmunir en þjóðarhagur hafa verið hafðir í fyrirrúmi, hvort heldur það eru atvinnu- og viðskiptahagsmunir útvalinna, eða flokkshagur. Nóg er komið af því að þjóðinni sé sendur reikningurinn fyrir innanflokkskrísur stjórnmálaflokka. Staða efnahagsmála er alvarlegri en svo að hagsmunir einstaklinga (eða stjórnmálaflokka) verði teknir fram yfir þjóðarhag. Svo er bara óskandi að nýrri ríkisstjórn takist að vera samstiga í þeim verkum sem þjóðarhagur krefst að gengið verði í fram að kosningum í apríllok. Illu heilli virðist sem stærri álitamálum um hvernig hag þjóðarinnar verður best komið til lengri tíma hafi verið frestað þangað til.