Spá því að álverðið hækki um 23% til áramóta 15. júní 2009 09:54 Markaðssérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka um 23% til áramóta frá því sem nú er. Í dag stendur verðið í 1.670 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London og muni fara í rúma 2.000 dollara í desember, að því er segir í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni um málið. Það eru einkum lokanir á fjölda álvera í heiminum sem gera þetta að verkum en þær eru þær mestu undanfarna þrjá áratugi. Bloomberg segir að sökum þess hve orkuverð hefur hækkað á árinu, eða um 59%, séu ekki líkur á að megnið af þessum álverum opni aftur í bráð. Nick Moore forstöðumaður rannsókna á hrávörum hjá RBS Global Banking & Markets segir að menn hafi séð botninn á álverðinu í ár. „Um leið og efnahagur heimsins tekur við sér aftur munu álframleiðendur hagnast," segir Moore en hann mælti með kaupum á áli þegar tonnið stóð í 1.374 dollurum í mars s.l. Bloomberg nefnir einnig að fjárfestar eigi nú kauprétt í rúmlega 10.000 framvirkum samningum í desember þar sem áltonnið er á 2.000 dollara. Er þetta stærsti hópurinn hvað framvirka samninga í desember varðar. Samkvæmt upplýsingum frá 74 hagfræðingum gerir Bloomberg ráð fyrir að álnotkun Kínverja muni aukast um rúm 7% á yfirstandandi ársfjórðungi og að notkun Bandaríkjamanna muni aukast um 0,5% á þriðja ársfjórðungi ársins. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Markaðssérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka um 23% til áramóta frá því sem nú er. Í dag stendur verðið í 1.670 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London og muni fara í rúma 2.000 dollara í desember, að því er segir í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni um málið. Það eru einkum lokanir á fjölda álvera í heiminum sem gera þetta að verkum en þær eru þær mestu undanfarna þrjá áratugi. Bloomberg segir að sökum þess hve orkuverð hefur hækkað á árinu, eða um 59%, séu ekki líkur á að megnið af þessum álverum opni aftur í bráð. Nick Moore forstöðumaður rannsókna á hrávörum hjá RBS Global Banking & Markets segir að menn hafi séð botninn á álverðinu í ár. „Um leið og efnahagur heimsins tekur við sér aftur munu álframleiðendur hagnast," segir Moore en hann mælti með kaupum á áli þegar tonnið stóð í 1.374 dollurum í mars s.l. Bloomberg nefnir einnig að fjárfestar eigi nú kauprétt í rúmlega 10.000 framvirkum samningum í desember þar sem áltonnið er á 2.000 dollara. Er þetta stærsti hópurinn hvað framvirka samninga í desember varðar. Samkvæmt upplýsingum frá 74 hagfræðingum gerir Bloomberg ráð fyrir að álnotkun Kínverja muni aukast um rúm 7% á yfirstandandi ársfjórðungi og að notkun Bandaríkjamanna muni aukast um 0,5% á þriðja ársfjórðungi ársins.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira