Guðjón Baldvinsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS er gerði 1-1 jafntefli við Hammarby í fyrsta æfingaleik ársins.
Guðjón jafnaði metin fyrir GAIS á 75. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Guðmundur Reynir Gunnarsson og Eyjólfur Héðinsson komu einnig inn á sem varamenn í leiknum en Hallgrímur Jónasson kom ekki við sögu að þessu sinni.
