Einiberjarunn 18. desember 2009 00:01 Það er mjög auðvelt að gera allt vitlaust um jólin, baka vandræði, gefa bjánagang og brjóta hefðir. Og hættulegast af öllu er að syngja jólalögin. Um þau gilda nefnilega alveg sérstaklega strangar reglur og vei þeim sem brýtur þær. Ég sá mömmu KYSSA jólasvein í fyrra skiptið en KITLA hann í það seinna. Það segir sig sjálft, þess vegna fer hann að hlæja. Af hverju ætti hann að fara að hlæja þegar hún kyssir hann? Er eitthvað fyndið við það þegar kona reynir að kyssa fúlskeggjaðan mann á vandfundinn munninn? Jólasveinar ganga um gólf, nei fyrirgefið ég meina gátt, er þó sennilega erfiðasta jólalagið af þeim öllum. Í fyrsta lagi, eru stafirnir gylltir eða gildir? Það er vel skiljanlegt að ganga um gólfið og monta sig af gullstafnum sínum en hvað er svona montvert við feitan staf? Og móðir þeirra ýmist hrín við hátt eða sópar gólf (nema hvað það er fráleitt að gólf rími við gólf í almennilegum kveðskap) og hýðir eða flengir þá með vendi (blómvendi?). Fyrir nokkrum árum ætlaði allt vitlaust að verða yfir því hvað nákvæmlega kæmi næst í þessu lagi. Það þótti fjarri því að vera rökrétt að syngja um könnu uppi á stól. Hvað er hún að gera þar og hvað kemur það jólasveinunum við? Þeir eru uppi á hól að gá til veðurs, standa og kanna aðstæður áður en þeir halda til byggða með stafina sína, óljósa í lit og lögun. Þeir hafa ekkert við stóla og könnur að gera. Í hinu algengasta jólasveinalaginu eru þeir svo ekki nema níu? Hvað varð af hinum fjórum? Hvað eru jólasveinarnir eiginlega margir? Nei, má ég þá frekar biðja um einföld lög eins og Göngum við í kringum. Þar fer þetta ekkert á milli mála. Þetta er lag með dansi og hreyfingum og allir geta verið með. Uppáhaldið mitt er þegar maður tekur í hnakkadrambið á hundinum og lemur hann með krepptum hnefa eins og ég sá lítinn strák gera einu sinni syngjandi hástöfum: Göngum við í kringum, einn að berja hund! Því hvað er einiberjarunn, eiginlega? Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun
Það er mjög auðvelt að gera allt vitlaust um jólin, baka vandræði, gefa bjánagang og brjóta hefðir. Og hættulegast af öllu er að syngja jólalögin. Um þau gilda nefnilega alveg sérstaklega strangar reglur og vei þeim sem brýtur þær. Ég sá mömmu KYSSA jólasvein í fyrra skiptið en KITLA hann í það seinna. Það segir sig sjálft, þess vegna fer hann að hlæja. Af hverju ætti hann að fara að hlæja þegar hún kyssir hann? Er eitthvað fyndið við það þegar kona reynir að kyssa fúlskeggjaðan mann á vandfundinn munninn? Jólasveinar ganga um gólf, nei fyrirgefið ég meina gátt, er þó sennilega erfiðasta jólalagið af þeim öllum. Í fyrsta lagi, eru stafirnir gylltir eða gildir? Það er vel skiljanlegt að ganga um gólfið og monta sig af gullstafnum sínum en hvað er svona montvert við feitan staf? Og móðir þeirra ýmist hrín við hátt eða sópar gólf (nema hvað það er fráleitt að gólf rími við gólf í almennilegum kveðskap) og hýðir eða flengir þá með vendi (blómvendi?). Fyrir nokkrum árum ætlaði allt vitlaust að verða yfir því hvað nákvæmlega kæmi næst í þessu lagi. Það þótti fjarri því að vera rökrétt að syngja um könnu uppi á stól. Hvað er hún að gera þar og hvað kemur það jólasveinunum við? Þeir eru uppi á hól að gá til veðurs, standa og kanna aðstæður áður en þeir halda til byggða með stafina sína, óljósa í lit og lögun. Þeir hafa ekkert við stóla og könnur að gera. Í hinu algengasta jólasveinalaginu eru þeir svo ekki nema níu? Hvað varð af hinum fjórum? Hvað eru jólasveinarnir eiginlega margir? Nei, má ég þá frekar biðja um einföld lög eins og Göngum við í kringum. Þar fer þetta ekkert á milli mála. Þetta er lag með dansi og hreyfingum og allir geta verið með. Uppáhaldið mitt er þegar maður tekur í hnakkadrambið á hundinum og lemur hann með krepptum hnefa eins og ég sá lítinn strák gera einu sinni syngjandi hástöfum: Göngum við í kringum, einn að berja hund! Því hvað er einiberjarunn, eiginlega? Gleðileg jól!