Réttlæti þeirra ríku og voldugu Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 21. október 2009 06:00 Embættismaður liggur undir grun um að hafa nýtt sér trúnaðarupplýsingar til að bjarga eigin skinni með sölu á hlutabréfum í banka. Hann er viðfangsefni í opinberri umræðu og sætir nú öðru sinni opinberri rannsókn grunaður um innherjaviðskipti. Hann situr sem fastast og þverneitar að láta af störfum þótt almenn réttlætiskennd boði að honum verði vikið tímabundið úr starfi. Ráðherrann sem hefur hann í vinnu hikar við að taka á málinu og embættismaðurinn virðist ekki skilja stöðu sína. Stjórnkerfið megnar ekki að fylgja reglum sem víðast hvar þykja sjálfsagðar. Og fram spretta einstaklingar í atvinnurekstri einkageirans sem réttlæta þessa stöðu, þótt engum í þeirra rekstri myndi líðast að sitja undir grun um að hafa skarað eld að sinni köku á kostnað vinnuveitanda síns. Úr röðum atvinnurekenda heyrast sífelldar raddir þess efnis að einstaklingar sem hafa átt í ofkeyrslu í rekstri og sýnt háskalega vangá í meðferð fjármuna hluthafa skuli ekki gjalda þess framferðis: hættum nornaveiðum segja þeir. Enginn þeirra myndi hafa slíka óreiðumenn í starfi sem uppvísir yrðu að stórkostlegum mistökum í þeirra eigin fyrirtækjum, mistökum sem gætu hafa kostað stóran fjárhagslegan skaða á þeirra eigin sjóðum. Bankastofnanir eru um þessar mundir að veita fyrirtækum með bærilega veltu framhaldslíf þótt sitjandi stjórnendur þeirra hafi á liðnum misserum sýnt fádæma vangæslu við störf sín, hleypt fyrirtækjum sínum í ofsalegar skuldir og viðvarandi rekstrarvanda, jafnvel rekstrarstöðvun, ef almennar reglur um ábyrgð ættu að gilda. Það er ekki sama Jón og Séra Jón, var einhvern tíma sagt. Á sama tíma er smælingjum refsað snögglega: eignir hirtar af einstaklingum, farið fram af hörku gegn þeim sem misnota opinber styrkjakerfi í smáu - en ekki þeim sem hafa misnotað önnur opinber kerfi í stóru. Þjóðin er að falla í sögulegt missætti þeirra sem höfðu völd og eignir og hinna sem báru svo lítið úr býtum að þeir áttu rétt fyrir húsaskjóli og bærilegri framfærslu sín og sinna. Þetta er gömul saga - og ný. Yfirgangur hinna voldugu er eins og rauður þráður gegnum alla okkar sögu, frá því okkur bar hingað, flóttamenn frá suðlægari löndum - sem okkur gleymist gjarnan þegar aðra flóttamenn ber hingað nú. Óréttlæti kemur mönnum í koll. Og verði það að viðtekinni venju í langan tíma brestur sá samfélagssáttmáli sem við viljum halda. Það réttlætir ekkert sérgæði til handa þeim sem hafa brotið gegn almannaheill. Hvort sem stolið er sauðarkrofi úr hjalli eða heilli hjörð. Og það sem meira er: sá sem sótti mat í hjallinn á sér oft ríkari málsbætur en hinn sem hirti hjörðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Embættismaður liggur undir grun um að hafa nýtt sér trúnaðarupplýsingar til að bjarga eigin skinni með sölu á hlutabréfum í banka. Hann er viðfangsefni í opinberri umræðu og sætir nú öðru sinni opinberri rannsókn grunaður um innherjaviðskipti. Hann situr sem fastast og þverneitar að láta af störfum þótt almenn réttlætiskennd boði að honum verði vikið tímabundið úr starfi. Ráðherrann sem hefur hann í vinnu hikar við að taka á málinu og embættismaðurinn virðist ekki skilja stöðu sína. Stjórnkerfið megnar ekki að fylgja reglum sem víðast hvar þykja sjálfsagðar. Og fram spretta einstaklingar í atvinnurekstri einkageirans sem réttlæta þessa stöðu, þótt engum í þeirra rekstri myndi líðast að sitja undir grun um að hafa skarað eld að sinni köku á kostnað vinnuveitanda síns. Úr röðum atvinnurekenda heyrast sífelldar raddir þess efnis að einstaklingar sem hafa átt í ofkeyrslu í rekstri og sýnt háskalega vangá í meðferð fjármuna hluthafa skuli ekki gjalda þess framferðis: hættum nornaveiðum segja þeir. Enginn þeirra myndi hafa slíka óreiðumenn í starfi sem uppvísir yrðu að stórkostlegum mistökum í þeirra eigin fyrirtækjum, mistökum sem gætu hafa kostað stóran fjárhagslegan skaða á þeirra eigin sjóðum. Bankastofnanir eru um þessar mundir að veita fyrirtækum með bærilega veltu framhaldslíf þótt sitjandi stjórnendur þeirra hafi á liðnum misserum sýnt fádæma vangæslu við störf sín, hleypt fyrirtækjum sínum í ofsalegar skuldir og viðvarandi rekstrarvanda, jafnvel rekstrarstöðvun, ef almennar reglur um ábyrgð ættu að gilda. Það er ekki sama Jón og Séra Jón, var einhvern tíma sagt. Á sama tíma er smælingjum refsað snögglega: eignir hirtar af einstaklingum, farið fram af hörku gegn þeim sem misnota opinber styrkjakerfi í smáu - en ekki þeim sem hafa misnotað önnur opinber kerfi í stóru. Þjóðin er að falla í sögulegt missætti þeirra sem höfðu völd og eignir og hinna sem báru svo lítið úr býtum að þeir áttu rétt fyrir húsaskjóli og bærilegri framfærslu sín og sinna. Þetta er gömul saga - og ný. Yfirgangur hinna voldugu er eins og rauður þráður gegnum alla okkar sögu, frá því okkur bar hingað, flóttamenn frá suðlægari löndum - sem okkur gleymist gjarnan þegar aðra flóttamenn ber hingað nú. Óréttlæti kemur mönnum í koll. Og verði það að viðtekinni venju í langan tíma brestur sá samfélagssáttmáli sem við viljum halda. Það réttlætir ekkert sérgæði til handa þeim sem hafa brotið gegn almannaheill. Hvort sem stolið er sauðarkrofi úr hjalli eða heilli hjörð. Og það sem meira er: sá sem sótti mat í hjallinn á sér oft ríkari málsbætur en hinn sem hirti hjörðina.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun