Bandaríkjastjórn vill ekki þjóðnýta bankana 20. febrúar 2009 22:19 Stjórnvöld í Washington sendu skýr skilaboð í dag um að ekki stæði til að þjóðnýta tvo af stærstu bönkum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hlutabréf í þeim hríðfélli. Sögusagnir á Wall Street um að bankarnir yrðu þjóðnýttir leiddi til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag. Þar óttast fjárfestar að ríkið taki bankana yfir og hlutafé í þeim þurrkist út. Citigroup féll um 20%, en Bank of America féll um 12% í viðskiptum í kvöld en hlutir í þessum fyrirtækjum hækkuðu örlítið aftur seinna um kvöldið. Ríkisstjórnin er staðföst í þeirri skoðun sinni að bankakerfið eigi að vera einkarekið og gott eftirlit eigi að vera með bönkunum," sagði Robert Gibbs, fjölmiðlafulltrúi í Hvíta húsinu. „Þetta hefur verið skoðun okkar um alllangt skeið og verður það áfram," sagði Gibbs jafnframt. Fjárfestar virðast hafa sífellt minni trú á því að bankakerfið geti rétt sig við af sjálfu sér. Þegar hefur töluverðu af fé skattgreiðenda verið dælt í bankana í þeirri viðleitni stjórnvalda að bjarga fjármálakerfinu. Þegar einn blaðamaður lagði til að Gibbs gæfi út yfirlýsingu um að Obama myndi aldrei þjóðnýta bankana sagðist Gibbs ekki geta gefið út slíka yfirlýsingu. „Ég held að ég hafi verið nokkuð skýr í máli mínu um það kerfi sem þessi þjóð vill búa við," sagði Gibbs. Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnvöld í Washington sendu skýr skilaboð í dag um að ekki stæði til að þjóðnýta tvo af stærstu bönkum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hlutabréf í þeim hríðfélli. Sögusagnir á Wall Street um að bankarnir yrðu þjóðnýttir leiddi til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag. Þar óttast fjárfestar að ríkið taki bankana yfir og hlutafé í þeim þurrkist út. Citigroup féll um 20%, en Bank of America féll um 12% í viðskiptum í kvöld en hlutir í þessum fyrirtækjum hækkuðu örlítið aftur seinna um kvöldið. Ríkisstjórnin er staðföst í þeirri skoðun sinni að bankakerfið eigi að vera einkarekið og gott eftirlit eigi að vera með bönkunum," sagði Robert Gibbs, fjölmiðlafulltrúi í Hvíta húsinu. „Þetta hefur verið skoðun okkar um alllangt skeið og verður það áfram," sagði Gibbs jafnframt. Fjárfestar virðast hafa sífellt minni trú á því að bankakerfið geti rétt sig við af sjálfu sér. Þegar hefur töluverðu af fé skattgreiðenda verið dælt í bankana í þeirri viðleitni stjórnvalda að bjarga fjármálakerfinu. Þegar einn blaðamaður lagði til að Gibbs gæfi út yfirlýsingu um að Obama myndi aldrei þjóðnýta bankana sagðist Gibbs ekki geta gefið út slíka yfirlýsingu. „Ég held að ég hafi verið nokkuð skýr í máli mínu um það kerfi sem þessi þjóð vill búa við," sagði Gibbs.
Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf