Gjaldeyrir flæðir til Dana, varasjóðurinn yfir 9.000 milljarðar 3. september 2009 09:32 Gjaldeyrir streymir inn til Danmerkur þessa daganna og segir í dönskum fjölmiðlum að seðlabanki landsins þyrfi að stækka gjaldeyrisforðageymslur sínar af þessum sökum. Gjaldeyrisvarasjóður Danmerkur hefur aldrei verið meiri, nemur nú rúmlega 374 milljörðum danskra kr. eða yfir 9.000 milljörðum kr. Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten stækkaði gjaldeyrisvarasjóðurinn um 37,6 milljarða danskra kr. í ágústmánuði sem er einnig met. Danski seðlabankinn reyndi að bregðast við þessu mikla innstreymi gjaldeyris með því að lækka stýrivexti tvisvar í mánuðum um 0,2 prósentustig í hvort sinn. Eru stýrivextirnir nú í 0,25% og var ákveðið að halda þeim óbreyttum í morgun. S.l. haust stóðu þessir vextir hinsvegar í 4,75%. Gjaldeyrisvarasjóður Danmerkur stóð í tæplega 212 milljörðrum danskra kr. um síðustu áramót en á síðustu tíu árum hefur hann að meðaltali numið um helming af því sem hann er nú. Fram kemur í frétt Jyllands Posten að á sama tíma og gjaldeyrisvarasjóðurinn stækkar hefur gengið dönsku krónunnar haldist stöðugt gagnvart evrunni eða í kringum 7,4 dkr. fyrir evruna. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gjaldeyrir streymir inn til Danmerkur þessa daganna og segir í dönskum fjölmiðlum að seðlabanki landsins þyrfi að stækka gjaldeyrisforðageymslur sínar af þessum sökum. Gjaldeyrisvarasjóður Danmerkur hefur aldrei verið meiri, nemur nú rúmlega 374 milljörðum danskra kr. eða yfir 9.000 milljörðum kr. Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten stækkaði gjaldeyrisvarasjóðurinn um 37,6 milljarða danskra kr. í ágústmánuði sem er einnig met. Danski seðlabankinn reyndi að bregðast við þessu mikla innstreymi gjaldeyris með því að lækka stýrivexti tvisvar í mánuðum um 0,2 prósentustig í hvort sinn. Eru stýrivextirnir nú í 0,25% og var ákveðið að halda þeim óbreyttum í morgun. S.l. haust stóðu þessir vextir hinsvegar í 4,75%. Gjaldeyrisvarasjóður Danmerkur stóð í tæplega 212 milljörðrum danskra kr. um síðustu áramót en á síðustu tíu árum hefur hann að meðaltali numið um helming af því sem hann er nú. Fram kemur í frétt Jyllands Posten að á sama tíma og gjaldeyrisvarasjóðurinn stækkar hefur gengið dönsku krónunnar haldist stöðugt gagnvart evrunni eða í kringum 7,4 dkr. fyrir evruna.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira