Friðrik Þór og von Trier með myndlistarsýningu Höskuldur Daði Magnússon skrifar 15. ágúst 2009 06:00 Hér er ein mynda Friðriks, fræg sena úr Börnum náttúrunnar. Kínverskir verktakar halda verkinu uppi, en það er 2,80 sinnum 3,20 metrar að stærð. Kvikmyndaleikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Lars von Trier opna myndlistarsýningu saman í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í byrjun september. Þar verða sýnd málverk sem máluð hafa verið upp úr kvikmyndum þeirra. Sýningin kallast Börn náttúrunnar vs. Antíkristur og vísar nafnið til þekktustu myndar Friðriks og nýjustu myndar von Triers. „Þeir hafa hvor um sig valið sex ramma úr þessum kvikmyndum og þeir voru síðan málaðir í Kína. Listaverkin urðu til hjá handverksmönnum þar, í anda fjöldaframleiðslu eins og bíómyndir eru gerðar,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Sýningin verður opnuð 3. september og undirbúningur er því á lokastigi. Verkin eru á leið til landsins frá Kína, en verk von Triers koma fyrst við hjá honum í Danmörku. Verkin eru reyndar engin smásmíði, 2,80 metrar sinnum 3,20. Soffía segir að verkin komi ekki fullmótuð frá verktökunum í Kína. Listamennirnir Friðrik og von Trier fái verkin í hendur og setji þá handbragð sitt á þau; einhvers konar fingrafar eða undirskrift. Ari Alexander hefur auk þess tekið saman eins konar sinfóníu úr verkum leikstjóranna beggja og verður því verki varpað á skjái í sýningarsalnum. Sýningin er haldin á sama tíma og RIFF og Nordisk Panorama og verður sameiginleg dagskrá í Hafnarhúsinu af því tilefni. Hins vegar er ólíklegt að Lars von Trier verði viðstaddur opnunina: „Hann er ferðafælinn mjög. Því miður gerum við ekki ráð fyrir því að hann komi,“ segir Soffía. Myndlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Lars von Trier opna myndlistarsýningu saman í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í byrjun september. Þar verða sýnd málverk sem máluð hafa verið upp úr kvikmyndum þeirra. Sýningin kallast Börn náttúrunnar vs. Antíkristur og vísar nafnið til þekktustu myndar Friðriks og nýjustu myndar von Triers. „Þeir hafa hvor um sig valið sex ramma úr þessum kvikmyndum og þeir voru síðan málaðir í Kína. Listaverkin urðu til hjá handverksmönnum þar, í anda fjöldaframleiðslu eins og bíómyndir eru gerðar,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Sýningin verður opnuð 3. september og undirbúningur er því á lokastigi. Verkin eru á leið til landsins frá Kína, en verk von Triers koma fyrst við hjá honum í Danmörku. Verkin eru reyndar engin smásmíði, 2,80 metrar sinnum 3,20. Soffía segir að verkin komi ekki fullmótuð frá verktökunum í Kína. Listamennirnir Friðrik og von Trier fái verkin í hendur og setji þá handbragð sitt á þau; einhvers konar fingrafar eða undirskrift. Ari Alexander hefur auk þess tekið saman eins konar sinfóníu úr verkum leikstjóranna beggja og verður því verki varpað á skjái í sýningarsalnum. Sýningin er haldin á sama tíma og RIFF og Nordisk Panorama og verður sameiginleg dagskrá í Hafnarhúsinu af því tilefni. Hins vegar er ólíklegt að Lars von Trier verði viðstaddur opnunina: „Hann er ferðafælinn mjög. Því miður gerum við ekki ráð fyrir því að hann komi,“ segir Soffía.
Myndlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira