Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Athletic Blibao í bikaúrslitaleiknum á Spáni sem hefst klukkan 20.00. Okkar maður fær ekki tækifærið.
Eiður Smári Guðjohnsen er á bekknum ásamt Víctor Valdés, José Martín Cáceres, Sylvinho, Aleksandr Hleb, Víctor Sánchez og Pedrito.
Byrjunarlið Barcelona í leiknum: José Manuel Pinto - Dani Alves, Yaya Touré, Gerard Pique, Carles Puyol - Busquets, Seydou Keita, Xavi - Bojan Krkic, Lionel Messi, Samuel Eto'o.