Enn frestar Woods að ræða við lögreglu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. nóvember 2009 10:45 Tiger Woods. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods mun ekki ræða við lögregluna fyrr en í dag en hann lenti í árekstri á föstudaginn þar sem óttast var í fyrstu að hann væri alvarlega slasaður. Svo reyndist þó ekki vera og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu síðar um daginn. Woods fór af heimili sínu um miðja nótt og hlaut áverka í andliti er hann ók á brunahana og tré, skammt frá heimili sínu. Það var Elin, eiginkona hans, sem heyrði í slysinu og kom fyrst á vettvang. Hún komst inn í bílinn með því að brjóta eina bílrúðina með golfkylfu og náði að draga Tiger úr bílnum. Lögreglan hefur Woods ekki grunaðan um ölvunarakstur en vill þó yfirheyra hann vegna slyssins. Það var ekki hægt á föstudagskvöldið þar sem Tiger var þá að hvíla sig. Lögreglan greindi svo frá því í gær að enn hefði ekki verið hægt að yfirheyra Woods þar sem að umboðsmaður Tiger sagði að hjónin gætu ekki rætt við lögregluna fyrr en á sunnudaginn, í dag. „Það er óvenjulegt að við höfum ekki fengið að ræða við hann enn," sagði fulltrúi lögreglu. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods mun ekki ræða við lögregluna fyrr en í dag en hann lenti í árekstri á föstudaginn þar sem óttast var í fyrstu að hann væri alvarlega slasaður. Svo reyndist þó ekki vera og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu síðar um daginn. Woods fór af heimili sínu um miðja nótt og hlaut áverka í andliti er hann ók á brunahana og tré, skammt frá heimili sínu. Það var Elin, eiginkona hans, sem heyrði í slysinu og kom fyrst á vettvang. Hún komst inn í bílinn með því að brjóta eina bílrúðina með golfkylfu og náði að draga Tiger úr bílnum. Lögreglan hefur Woods ekki grunaðan um ölvunarakstur en vill þó yfirheyra hann vegna slyssins. Það var ekki hægt á föstudagskvöldið þar sem Tiger var þá að hvíla sig. Lögreglan greindi svo frá því í gær að enn hefði ekki verið hægt að yfirheyra Woods þar sem að umboðsmaður Tiger sagði að hjónin gætu ekki rætt við lögregluna fyrr en á sunnudaginn, í dag. „Það er óvenjulegt að við höfum ekki fengið að ræða við hann enn," sagði fulltrúi lögreglu.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira