AGS íhugar tryggingargjald á banka 9. nóvember 2009 13:45 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni. Í frétt á Reuters um málið segir að Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS hafi viðrað þessa hugmynd í viðtali við fréttastofuna í gærdag. Hugmyndin rímar við yfirlýsingar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands sem hann gaf út á fundi G20 ríkjanna um helgina. Strauss-Kahn segir að AGS sé ekki að spá í að setja alþjóðlegan skatt á banka, svokallaðan „Tobin-skatt" þar sem sjóðurinn telji að slíkur skattur væri óframkvæmanlegur. „Við vinnum að því að skattleggja fjármálageirann eftir þeirri línu sem Gordon Brown setti fram, þar sem tryggingargjald yrði sett á fjármálastarfsemi sem er áhættusamari en önnur viðskipti," segir Strauss-Kahn. G20 ríkin hafa beðið AGS um aðstoð við að endurbæta alþjóðlega fjármálakerfið. Strauss-Kahn segir að útfærsla á hugmyndum sjóðsins um tryggingargjald myndi liggja fyrir í apríl á næsta ári þegar fjármálaráðherrar G20 ríkjanna halda hefðbundinn fund sinn. Síðan yrði endanleg útfærsla á gjaldinu lögð fyrir á fundi leiðtoga G20 í júní. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni. Í frétt á Reuters um málið segir að Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS hafi viðrað þessa hugmynd í viðtali við fréttastofuna í gærdag. Hugmyndin rímar við yfirlýsingar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands sem hann gaf út á fundi G20 ríkjanna um helgina. Strauss-Kahn segir að AGS sé ekki að spá í að setja alþjóðlegan skatt á banka, svokallaðan „Tobin-skatt" þar sem sjóðurinn telji að slíkur skattur væri óframkvæmanlegur. „Við vinnum að því að skattleggja fjármálageirann eftir þeirri línu sem Gordon Brown setti fram, þar sem tryggingargjald yrði sett á fjármálastarfsemi sem er áhættusamari en önnur viðskipti," segir Strauss-Kahn. G20 ríkin hafa beðið AGS um aðstoð við að endurbæta alþjóðlega fjármálakerfið. Strauss-Kahn segir að útfærsla á hugmyndum sjóðsins um tryggingargjald myndi liggja fyrir í apríl á næsta ári þegar fjármálaráðherrar G20 ríkjanna halda hefðbundinn fund sinn. Síðan yrði endanleg útfærsla á gjaldinu lögð fyrir á fundi leiðtoga G20 í júní.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira