AGS íhugar tryggingargjald á banka 9. nóvember 2009 13:45 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni. Í frétt á Reuters um málið segir að Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS hafi viðrað þessa hugmynd í viðtali við fréttastofuna í gærdag. Hugmyndin rímar við yfirlýsingar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands sem hann gaf út á fundi G20 ríkjanna um helgina. Strauss-Kahn segir að AGS sé ekki að spá í að setja alþjóðlegan skatt á banka, svokallaðan „Tobin-skatt" þar sem sjóðurinn telji að slíkur skattur væri óframkvæmanlegur. „Við vinnum að því að skattleggja fjármálageirann eftir þeirri línu sem Gordon Brown setti fram, þar sem tryggingargjald yrði sett á fjármálastarfsemi sem er áhættusamari en önnur viðskipti," segir Strauss-Kahn. G20 ríkin hafa beðið AGS um aðstoð við að endurbæta alþjóðlega fjármálakerfið. Strauss-Kahn segir að útfærsla á hugmyndum sjóðsins um tryggingargjald myndi liggja fyrir í apríl á næsta ári þegar fjármálaráðherrar G20 ríkjanna halda hefðbundinn fund sinn. Síðan yrði endanleg útfærsla á gjaldinu lögð fyrir á fundi leiðtoga G20 í júní. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni. Í frétt á Reuters um málið segir að Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS hafi viðrað þessa hugmynd í viðtali við fréttastofuna í gærdag. Hugmyndin rímar við yfirlýsingar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands sem hann gaf út á fundi G20 ríkjanna um helgina. Strauss-Kahn segir að AGS sé ekki að spá í að setja alþjóðlegan skatt á banka, svokallaðan „Tobin-skatt" þar sem sjóðurinn telji að slíkur skattur væri óframkvæmanlegur. „Við vinnum að því að skattleggja fjármálageirann eftir þeirri línu sem Gordon Brown setti fram, þar sem tryggingargjald yrði sett á fjármálastarfsemi sem er áhættusamari en önnur viðskipti," segir Strauss-Kahn. G20 ríkin hafa beðið AGS um aðstoð við að endurbæta alþjóðlega fjármálakerfið. Strauss-Kahn segir að útfærsla á hugmyndum sjóðsins um tryggingargjald myndi liggja fyrir í apríl á næsta ári þegar fjármálaráðherrar G20 ríkjanna halda hefðbundinn fund sinn. Síðan yrði endanleg útfærsla á gjaldinu lögð fyrir á fundi leiðtoga G20 í júní.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira