Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld en þeim lýkur með sex leikjum annað kvöld.
Werder Bremen komst áfram í fjórðungsúrslitin eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við St. Etienne á útivelli. Bremen vann samanlagt 3-2.
Sebastian Prödl og Claudio Pizarro komu Þjóðverjunum í 2-0 í fyrri hálfleik en þeir frönsku skoruðu tvívegis í síðari hálfleik. Síðara markið kom í uppbótartíma.
Marseille er komið áfram eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Ajax í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-1, Ajax í vil, en fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Marseille.
Því þurfti að framlengja leikinn en það var Tyrone Mears sem skoraði markið mikilvæga fyrir Marseille á 110. mínútu leiksins. Leikurinn fór fram á heimavelli Ajax.
Bremen og Marseille áfram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







Max svaraði Marko fullum hálsi
Formúla 1


Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“
Íslenski boltinn
