Seldi fyrstu samuræ-bréfin eftir að Kaupþing eyðilagði markaðinn 8. júlí 2009 08:41 Barclays bankinn hefur gefið út og selt fyrstu samuræ-bréfin í ár en Kaupþing eyðilagði markaðinn með slík bréf í október þegar Kaupþing varð fyrsti evrópski bankinn sem gat ekki borgað af sínum samuræ-bréfum. Samuræ-bréf eru nákvæmlega eins og krónubréf nema þau eru gefin út í japönskum jenum. Í frétt um málið á Bloomberg segir að útgáfa Barclays nemi 52,7 milljörðum jena eða tæplega 72 milljörðum kr. Hluti af bréfunum bera fasta 2,09% vexti og hluti er með fljótandi vexti, það er sex mánaða Libor, með 1,43% álagi. Markaðurinn með samuræ-bréfin varð fyrir miklu áfalli er bandaríski Lehman Brothers varð gjaldþrota í september á síðasta ári en hökti þó áfram. Þegar greiðslufall varð svo á bréfum Kaupþings mánuði síðar hrundi markaðurinn algerlega. Yasuhiro Matsumoto greinandi hjá Shinsei Securities segir í samtali við Bloomberg að fjárfestar séu nú að endurmeta samuræ markaðinn þar sem kjörin eru betri en á nýlegum skuldabréfaútgáfum japanskra fyrirtækja. Hiroshi Harada hjá tryggingarfélaginu Dai-Ichi Mutual í Tókýó segir að kjörin séu viðunandi en umfangið á sölu Barclays hafi verið minna en hann átti von á. Það sýni kannski að fjárfestar eru enn varkárir gangvart svona bréfum sem eru ekki með ríkisábyrgð að baki útgáfunnar. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Barclays bankinn hefur gefið út og selt fyrstu samuræ-bréfin í ár en Kaupþing eyðilagði markaðinn með slík bréf í október þegar Kaupþing varð fyrsti evrópski bankinn sem gat ekki borgað af sínum samuræ-bréfum. Samuræ-bréf eru nákvæmlega eins og krónubréf nema þau eru gefin út í japönskum jenum. Í frétt um málið á Bloomberg segir að útgáfa Barclays nemi 52,7 milljörðum jena eða tæplega 72 milljörðum kr. Hluti af bréfunum bera fasta 2,09% vexti og hluti er með fljótandi vexti, það er sex mánaða Libor, með 1,43% álagi. Markaðurinn með samuræ-bréfin varð fyrir miklu áfalli er bandaríski Lehman Brothers varð gjaldþrota í september á síðasta ári en hökti þó áfram. Þegar greiðslufall varð svo á bréfum Kaupþings mánuði síðar hrundi markaðurinn algerlega. Yasuhiro Matsumoto greinandi hjá Shinsei Securities segir í samtali við Bloomberg að fjárfestar séu nú að endurmeta samuræ markaðinn þar sem kjörin eru betri en á nýlegum skuldabréfaútgáfum japanskra fyrirtækja. Hiroshi Harada hjá tryggingarfélaginu Dai-Ichi Mutual í Tókýó segir að kjörin séu viðunandi en umfangið á sölu Barclays hafi verið minna en hann átti von á. Það sýni kannski að fjárfestar eru enn varkárir gangvart svona bréfum sem eru ekki með ríkisábyrgð að baki útgáfunnar.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira