Landbúnaðarsjóður stærsti lánveitandi í fasteign Magasin 2. mars 2009 09:32 Það kemur svolítið á óvart að Lánastofnun landbúnaðarins í Danmörku, DLR, er stærsti lánveitandinn í fasteigninni sem hýsir Magasin du Nord sem aftur er að mestu í eigu Straums. Þetta kemur fram í ítarlegri grein um stöðu mála hjá Magasin du Nord og Illum í blaðinu Berlinske Tidende í dag. DLR hefur lánað 935 milljónir danskra kr. eða rúmlega 19 milljarða kr. til fasteignafélagsins Kongens Nytorv Aps. Félag þetta var áður í tæplega 50% eigu Hólakots áður en Straumur tók yfir reksturinn nú eftir áramótin. Næststærsti lánveitandinn er svo þýska fjármálafyrirtækið Hypo Real með lán upp á 124 miljónir danskra kr. eða um 2,1 milljarða kr.. Þar sem DLR má aðeins lána upp að 60% af fasteignamati eigna hefur stofnunin metið Kongens Nytorv upp á 1,5 milljarða danskra kr. eða tæplega 30 milljarða kr. er lánið var veitt. Fasteignasalar efast um að þetta flaggskip danska verslunarflotans sé svo mikils virði í dag. Bent Andersen forstjóri DLR er þó pollrólegur með lánaviðskiptin við Kongens Nytorv. Hann segir í samtali við Berlinske að hann sé viss um að raunverulegt virði fasteignarinnar sé langt fyrir ofan milljarð danskra kr.. Töluverður orðrómur hefur verið í gangi um að bæði Magasin og Illum séu til sölu þessa stundina. Markaðurinn er hinsvegar erfiður vegna fjármálakreppunnar og óvíst hvort reynt verði að selja aðra hvora eða báðar verslanirnar í náinni framtíð. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það kemur svolítið á óvart að Lánastofnun landbúnaðarins í Danmörku, DLR, er stærsti lánveitandinn í fasteigninni sem hýsir Magasin du Nord sem aftur er að mestu í eigu Straums. Þetta kemur fram í ítarlegri grein um stöðu mála hjá Magasin du Nord og Illum í blaðinu Berlinske Tidende í dag. DLR hefur lánað 935 milljónir danskra kr. eða rúmlega 19 milljarða kr. til fasteignafélagsins Kongens Nytorv Aps. Félag þetta var áður í tæplega 50% eigu Hólakots áður en Straumur tók yfir reksturinn nú eftir áramótin. Næststærsti lánveitandinn er svo þýska fjármálafyrirtækið Hypo Real með lán upp á 124 miljónir danskra kr. eða um 2,1 milljarða kr.. Þar sem DLR má aðeins lána upp að 60% af fasteignamati eigna hefur stofnunin metið Kongens Nytorv upp á 1,5 milljarða danskra kr. eða tæplega 30 milljarða kr. er lánið var veitt. Fasteignasalar efast um að þetta flaggskip danska verslunarflotans sé svo mikils virði í dag. Bent Andersen forstjóri DLR er þó pollrólegur með lánaviðskiptin við Kongens Nytorv. Hann segir í samtali við Berlinske að hann sé viss um að raunverulegt virði fasteignarinnar sé langt fyrir ofan milljarð danskra kr.. Töluverður orðrómur hefur verið í gangi um að bæði Magasin og Illum séu til sölu þessa stundina. Markaðurinn er hinsvegar erfiður vegna fjármálakreppunnar og óvíst hvort reynt verði að selja aðra hvora eða báðar verslanirnar í náinni framtíð.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira