Breski bankinn, Lloyds TSB, hyggst segja upp 1,200 starfsmönnum á næstunni. Uppsagnirnar gera það að verkum að um 8,200 manns hafa misst atvinnu sína hjá bankanum á árinu.
Breska ríkið á 43 prósenta hlut í bankanum eftir að bankanum var bjargað frá gjaldþroti í október síðastliðnum.
Verkalýðsfélög í Bretlandi hafa farið fram á að frysta útþenslu bankans á erlendum vettvangi. Forsvarsmenn þeirra eru hundóánægðir með að verið sé að segja upp þúsundum starfsmanna á Bretlandi meðan ekki er dregið úr stækkun bankans á alþjóðavettvangi.
„Þetta eru svik við skattgreiðendur sem aðstoðuðu bankann þegar í harðbakkann sló. Hver eru rökin fyrir að því að segja upp 8,200 starfsmönnum á Bretlandi undanfarna þrjá mánuði á meðan bankinn heldur umsvifum sínum áfram erlendis," spyr forsvarsmaður verkalýðssamtakanna.
Uppsagnir hjá Lloyds TSB stefna í 8,200 það sem af er ári
