Skýrsla um verðmat á bönkunum komin í ráðuneytið 24. apríl 2009 20:47 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að skýrsla Oliver Wyman um verðmat á bönkunum hafi komið í fjármálaráðuneytið í morgun. Hvorki hann né Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafa séð skýrsluna. Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur vísað í minnisblað sem hann hefur séð um skýrsluna. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Fjármálaeftirlitið segir að staðhæfingar Sigmundar standist ekki. Tekist var á um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. Jóhanna sagði að ríkisstjórnin hafi ekkert að fela. „Ég skora á Sigmund Davíð að koma fram með gögn sem sanna hans málflutning því þetta er fullkomlega óábyrgt," sagði Jóhanna. Sigmundur sagðist ekki ætla að gefa upp hvar hann fékk upplýsingarnar um skýrsluna.Með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrsluna Steingrímur sagði búið hafi verið að ákveða í fjármálaráðuneytinu hvernig farið yrði með umrædd gögn sem hann sagði að væru viðkvæm. „Þau eru rétt að verða til núna. Fyrsta eintakið kom held ég í morgun í fjármálaráðuneytið. Ég hef ekki séð það," sagði Steingrímur. „Það var búið að ákveða að þessi gögn yrði meðhöndluð þannig í trúnaði að þau yrðu inni í einu herbergi og menn fengju að koma þangað að skoða þau," sagði fjármálaráðherra. Sigmundur sagði með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð umrædda skýrslu. Þá sagði hann óboðlegt að bíða fram yfir kosningar með koma fram með þessar upplýsingar. Sigmundur sagði nauðsynlegt vita hver staðan væri til að fást við vandann. Upplýsingarnar hafa legið fyrir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að upplýsingar um heildarmynd um endurreisn bankakerfisins hafi legið fyrir í mánuði. „Það var lofað að um miðjan apríl yrði gert grein fyrir eignamati gömlu bankanna og þeirra eigna sem átti að flytja yfir." Steingrímur sagði að það væri gríðarlegur ábyrgðarhlutur að kynda upp umræðu eins og þessa. Umræðu sem hafi haft áhrif í bönkunum í morgun. Ragnar þór Ingólfsson, fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í þættinum, gangrýndi umræðu stjórmálaleiðtoganna. „Þetta segir allt sem segja þarf um okkar málflutning," sagði Ragnar. Hægt er að horfa á umræðuþáttinn frá því í kvöld hér. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Bjarni og Guðjón Arnar bjartsýnir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er bjartsýnn á gott gengi flokksins í kosningunum á morgun þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að flokkurinn fái skell. Það á einnig við um Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins. 24. apríl 2009 19:37 Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. 24. apríl 2009 18:31 Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00 Ástþór ætlar að setja útrásarvíkinga í gæsluvarðhald Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar, vill setja hryðjuverkalög á útrásarvíkinga og jafnframt að þeir verði settir í gæsluvarðhald. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. 24. apríl 2009 19:54 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að skýrsla Oliver Wyman um verðmat á bönkunum hafi komið í fjármálaráðuneytið í morgun. Hvorki hann né Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafa séð skýrsluna. Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur vísað í minnisblað sem hann hefur séð um skýrsluna. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Fjármálaeftirlitið segir að staðhæfingar Sigmundar standist ekki. Tekist var á um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. Jóhanna sagði að ríkisstjórnin hafi ekkert að fela. „Ég skora á Sigmund Davíð að koma fram með gögn sem sanna hans málflutning því þetta er fullkomlega óábyrgt," sagði Jóhanna. Sigmundur sagðist ekki ætla að gefa upp hvar hann fékk upplýsingarnar um skýrsluna.Með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrsluna Steingrímur sagði búið hafi verið að ákveða í fjármálaráðuneytinu hvernig farið yrði með umrædd gögn sem hann sagði að væru viðkvæm. „Þau eru rétt að verða til núna. Fyrsta eintakið kom held ég í morgun í fjármálaráðuneytið. Ég hef ekki séð það," sagði Steingrímur. „Það var búið að ákveða að þessi gögn yrði meðhöndluð þannig í trúnaði að þau yrðu inni í einu herbergi og menn fengju að koma þangað að skoða þau," sagði fjármálaráðherra. Sigmundur sagði með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð umrædda skýrslu. Þá sagði hann óboðlegt að bíða fram yfir kosningar með koma fram með þessar upplýsingar. Sigmundur sagði nauðsynlegt vita hver staðan væri til að fást við vandann. Upplýsingarnar hafa legið fyrir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að upplýsingar um heildarmynd um endurreisn bankakerfisins hafi legið fyrir í mánuði. „Það var lofað að um miðjan apríl yrði gert grein fyrir eignamati gömlu bankanna og þeirra eigna sem átti að flytja yfir." Steingrímur sagði að það væri gríðarlegur ábyrgðarhlutur að kynda upp umræðu eins og þessa. Umræðu sem hafi haft áhrif í bönkunum í morgun. Ragnar þór Ingólfsson, fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í þættinum, gangrýndi umræðu stjórmálaleiðtoganna. „Þetta segir allt sem segja þarf um okkar málflutning," sagði Ragnar. Hægt er að horfa á umræðuþáttinn frá því í kvöld hér.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Bjarni og Guðjón Arnar bjartsýnir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er bjartsýnn á gott gengi flokksins í kosningunum á morgun þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að flokkurinn fái skell. Það á einnig við um Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins. 24. apríl 2009 19:37 Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. 24. apríl 2009 18:31 Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00 Ástþór ætlar að setja útrásarvíkinga í gæsluvarðhald Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar, vill setja hryðjuverkalög á útrásarvíkinga og jafnframt að þeir verði settir í gæsluvarðhald. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. 24. apríl 2009 19:54 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16
Bjarni og Guðjón Arnar bjartsýnir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er bjartsýnn á gott gengi flokksins í kosningunum á morgun þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að flokkurinn fái skell. Það á einnig við um Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins. 24. apríl 2009 19:37
Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. 24. apríl 2009 18:31
Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00
Ástþór ætlar að setja útrásarvíkinga í gæsluvarðhald Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar, vill setja hryðjuverkalög á útrásarvíkinga og jafnframt að þeir verði settir í gæsluvarðhald. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. 24. apríl 2009 19:54