Risavaxin fjárhagsaðstoð til ríkja Austur Evrópu 27. febrúar 2009 12:31 Alþjóðabankinn, evrópski fjárfestingabankinn og evrópski þróunarbankinn munu samtals veita 25 milljörðum evra, eða um 3.600 milljörðum kr. til að hjálpa fyrirtækjum og bönkum Austur-Evrópu að reisa sig við. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sín en þar segir að eins og kunnugt er hefur Austur- Evrópa verið sérstaklega viðkvæm fyrir storminum sem nú ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Úkraína, Ungverjaland, Hvíta Rússland og Serbía hafa nú þegar leitað á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir aðstoð. Hagkerfið þessara ríkja hafa á undanförnum mánuðum gengið í gengum miklar eignaverðslækkanir samhliða því sem fjárfestar hafa dregið sig út úr áhættusamari nýmarkaðsfjárfestingum. Þá hefur samdráttur í helstu viðskiptaríkjum Austur-Evrópu neikvæð áhrif á útflutningstekjur þeirra auk þess sem aðgangur að fjármagni hefur gott sem lokast. Þetta hefur orðið til þess að mörg ríki Austur-Evrópu hafa þegar orðið kreppunni að bráð á meðan önnur hanga á bjargbrúninni. Ungverjaland vill hinsvegar að meira fé verði notað í björgunarleiðangurinn og að Evrópusambandið taki sér forystuhlutverk í björgunarleiðangrinum. Ungverjaland varð eins og kunnugt er aðili að ESB árið 2004. Að mati Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands er forgangsatriði að stöðva gengisfall austur- evrópsku myntanna sem ógna nú öllum fjármálastöðugleika á svæðinu. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alþjóðabankinn, evrópski fjárfestingabankinn og evrópski þróunarbankinn munu samtals veita 25 milljörðum evra, eða um 3.600 milljörðum kr. til að hjálpa fyrirtækjum og bönkum Austur-Evrópu að reisa sig við. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sín en þar segir að eins og kunnugt er hefur Austur- Evrópa verið sérstaklega viðkvæm fyrir storminum sem nú ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Úkraína, Ungverjaland, Hvíta Rússland og Serbía hafa nú þegar leitað á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir aðstoð. Hagkerfið þessara ríkja hafa á undanförnum mánuðum gengið í gengum miklar eignaverðslækkanir samhliða því sem fjárfestar hafa dregið sig út úr áhættusamari nýmarkaðsfjárfestingum. Þá hefur samdráttur í helstu viðskiptaríkjum Austur-Evrópu neikvæð áhrif á útflutningstekjur þeirra auk þess sem aðgangur að fjármagni hefur gott sem lokast. Þetta hefur orðið til þess að mörg ríki Austur-Evrópu hafa þegar orðið kreppunni að bráð á meðan önnur hanga á bjargbrúninni. Ungverjaland vill hinsvegar að meira fé verði notað í björgunarleiðangurinn og að Evrópusambandið taki sér forystuhlutverk í björgunarleiðangrinum. Ungverjaland varð eins og kunnugt er aðili að ESB árið 2004. Að mati Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands er forgangsatriði að stöðva gengisfall austur- evrópsku myntanna sem ógna nú öllum fjármálastöðugleika á svæðinu.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira